Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1287, 125. löggjafarþing 225. mál: kjarasamningar opinberra starfsmanna (fjöldauppsagnir).
Lög nr. 67 20. maí 2000.

Lög um breytingu á lögum nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna.


1. gr.

     Við 14. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Það telst til verkfalla í skilningi laga þessara þegar starfsmenn leggja niður venjuleg störf sín að einhverju eða öllu leyti í því skyni að ná tilteknu sameiginlegu markmiði. Sama gildir um aðrar sambærilegar aðgerðir af hálfu starfsmanna sem jafna má til verkfalla.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 2000.