Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1503, 126. löggjafarþing 736. mál: orkulög (arðgreiðslur raf- og hitaveitna).
Lög nr. 78 31. maí 2001.

Lög um breytingu á orkulögum, nr. 58/1967, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 28. gr. laganna bætist ný málsgrein er hljóðar svo:
     Eiganda héraðsrafmagnsveitu er ár hvert heimilt að áskilja sér allt að 7% arð af eigin fé rafveitunnar. Ákvæði 1. málsl. nær eingöngu til héraðsrafmagnsveitu sem er alfarið í eigu sveitarfélags og starfar ekki samkvæmt sérlögum.

2. gr.

     Við 32. gr. laganna bætist ný málsgrein er hljóðar svo:
     Eiganda hitaveitu er ár hvert heimilt að áskilja sér allt að 7% arð af eigin fé hitaveitunnar. Ákvæði 1. málsl. nær eingöngu til hitaveitu sem er alfarið í eigu sveitarfélags og starfar ekki samkvæmt sérlögum.

3. gr.

     Við 80. gr. laganna bætist nýr málsliður er hljóðar svo: Sama á við um hitaveitur og/eða rafveitur sem hafa einkaleyfi til starfsemi sem kveðið er á um í IV. og V. kafla laga þessara.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. maí 2001.