Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1343, 127. löggjafarþing 641. mál: löggilding nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum (EES-reglur).
Lög nr. 69 2. maí 2002.

Lög um breytingu á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: raffræðinga.

2. gr.

     Eftirtaldar breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „tilskipunar 85/384/EBE“ í 1. tölul. kemur: með síðari breytingum.
  2. Á eftir orðunum „tilskipunar 89/48/EBE“ í 2. tölul. kemur: með síðari breytingum.
  3. Við bætist ný málsgrein sem orðast svo:
  4.      Við framkvæmd 1. tölul. 1. mgr. skal þess gætt að synjun um leyfi sé rökstudd. Bera má málið undir dómstóla, svo og ef ákvörðun er eigi tekin innan þriggja mánaða frá því að umsækjandi leggur inn umsókn sína ásamt fylgiskjölum.


3. gr.

     Við 9. gr. laganna bætist: svo og í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB.

4. gr.

     Lög þessi, sem byggjast á tilskipun 2001/19/EB, öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. apríl 2002.