Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 672, 128. löggjafarþing 323. mál: endurgreiðsla oftekinna skatta og gjalda (vextir).
Lög nr. 131 18. desember 2002.

Lög um breyting á lögum nr. 29/1995, um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda.


1. gr.

     1. og 2. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
     Við endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda skv. 1. gr. skal greiða gjaldanda vexti, sem skulu vera þeir sömu og Seðlabanki Íslands ákveður og birtir skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, af því fé sem oftekið var frá þeim tíma sem greiðslan átti sér stað og þar til endurgreiðsla fer fram.
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal greiða dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim tíma er gjaldandi sannanlega lagði fram kröfu um endurgreiðslu ofgreiddra skatta eða gjalda.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2003.

Samþykkt á Alþingi 11. desember 2002.