Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 713, 128. löggjafarþing 371. mál: staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur (viðurlög, skilaskylda).
Lög nr. 133 18. desember 2002.

Lög um breyting á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir orðinu „loknu“ í 3. og 4. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: sbr. 7. gr.

2. gr.

     Við 1. mgr. 3. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um ríkissjóð og ríkisstofnanir sem greiða vexti samkvæmt lögum þessum.

3. gr.

     3. mgr. 4. gr. laganna orðast svo:
     Stofn til staðgreiðslu sem arður samkvæmt lögum þessum teljast tekjur, sbr. 4. og 5. tölul. C-liðar 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, þ.e. fjárhæð sú er félög skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 75/1981 greiða eða úthluta.

4. gr.

     2. tölul. 2. mgr. 17. gr. laganna orðast svo: Álag til viðbótar af upphæð vanskilafjár reiknað frá og með gjalddaga, hafi ekki verið greitt á 1. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Skal álag þetta vera hið sama og dráttarvextir sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir, sbr. 6. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu.

5. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2003 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu á því ári.

Samþykkt á Alþingi 12. desember 2002.