Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1212, 128. löggjafarþing 350. mál: hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög og sjálfseignarstofnanir (færsla skráningar, breyting ýmissa laga).
Lög nr. 35 20. mars 2003.

Lög um breytingar á ákvæðum laga um hlutafélög, einkahlutafélög, samvinnufélög og sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur er varða skráningu þessara félaga og stofnana.


I. KAFLI
Skráning hlutafélaga.
Breyting á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, sbr. lög nr. 41/1997.

1. gr.

     Í stað orðanna „ráðherra Hagstofu Íslands“ í 2. og 3. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: fjármálaráðherra.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 147. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Hagstofa Íslands“ í 1. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri.
  2. Í stað orðanna „Ráðherra Hagstofu Íslands“ í 2. mgr. kemur: Fjármálaráðherra.


II. KAFLI
Skráning einkahlutafélaga.
Breyting á lögum um einkahlutafélög, nr. 138/1994, sbr. lög nr. 43/1997.

3. gr.

     Í stað orðanna „ráðherra Hagstofu Íslands“ í 2. og 3. málsl. 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: fjármálaráðherra.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 121. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Hagstofa Íslands“ í 1. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri.
  2. Í stað orðanna „Ráðherra Hagstofu Íslands“ í 2. mgr. kemur: Fjármálaráðherra.


III. KAFLI
Skráning samvinnufélaga.
Breyting á lögum um samvinnufélög, nr. 22/1991, sbr. lög nr. 44/1997.

5. gr.

     Í stað orðanna „ráðherra Hagstofu Íslands“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: fjármálaráðherra.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Hagstofa Íslands“ í 1. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri.
  2. Í stað orðanna „Ráðherra Hagstofu Íslands“ í 2. mgr. kemur: Fjármálaráðherra.


7. gr.

     Í stað orðanna „Ráðherra Hagstofu Íslands“ í 1. mgr. 14. gr. laganna kemur: Fjármálaráðherra.

IV. KAFLI
Skráning sjálfseignarstofnana sem stunda atvinnurekstur.
Breyting á lögum um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur, nr. 33/1999.

8. gr.

     Í stað orðanna „ráðherra Hagstofu Íslands“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: fjármálaráðherra.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 37. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „Hagstofa Íslands“ í 1. mgr. kemur: Ríkisskattstjóri.
  2. Í stað orðanna „Ráðherra Hagstofu Íslands“ í 2. mgr. kemur: Fjármálaráðherra.


V. KAFLI
Gildistaka.

10. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2003.

Samþykkt á Alþingi 10. mars 2003.