Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1442, 128. löggjafarþing 60. mál: sjómannalög (bótaréttur).
Lög nr. 59 27. mars 2003.

Lög um breytingu á sjómannalögum, nr. 35/1985.


1. gr.

     3. mgr. 26. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Verði skiprúmssamningi slitið af þeim ástæðum sem greinir í 1. mgr. á skipverji rétt til launa á meðan hann er atvinnulaus af þessum sökum, þó ekki lengur en í tvo mánuði frá ráðningarslitum ef hann er stýrimaður, vélstjóri eða bryti, en í einn mánuð frá sama tíma ef hann gegnir annarri stöðu á skipi.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. mars 2003.