Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1435, 130. löggjafarþing 924. mál: erfðafjárskattur (lagaskil).
Lög nr. 15 19. apríl 2004.

Lög um breytingu á lögum nr. 14/2004, um erfðafjárskatt.


1. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Ákvæði laga nr. 83/1984, um erfðafjárskatt, með síðari breytingum, skulu gilda um skipti á dánarbúum þeirra sem önduðust fyrir 1. apríl 2004, sbr. þó ákvæði 3. málsl. 21. gr. laga þessara.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. apríl 2004.