Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1887, 130. löggjafarþing 690. mál: jöfnun flutningskostnaðar á sementi (afnám laganna).
Lög nr. 63 7. júní 2004.

Lög um afnám laga nr. 62 30. apríl 1973, um jöfnun flutningskostnaðar á sementi, með síðari breytingum.


1. gr.

     Frá og með gildistöku laga þessara skal jöfnun flutningskostnaðar á sementi afnumin og flutningsjöfnunarsjóður sements lagður niður. Þá skulu og falla úr gildi lög nr. 62 30. apríl 1973, um jöfnun flutningskostnaðar á sementi, með síðari breytingum.

2. gr.

     Stjórn sjóðsins skal annast uppgjör, frágang vegna skuldbindinga hans og önnur atriði, svo sem gerð ársreiknings, og skal þessu lokið fyrir 1. október 2004. Ríkissjóður ábyrgist uppgjör en verði afgangur af rekstri sjóðsins skal hann renna í ríkissjóð.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. maí 2004.