Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 673, 131. löggjafarþing 321. mál: starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda (ágreiningsmál, samráðsnefndir).
Lög nr. 145 20. desember 2004.

Lög um breytingu á lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda.


1. gr.

     Á eftir 1. gr. laganna kemur ný grein, svohljóðandi:
     Samningar aðildarsamtaka vinnumarkaðarins um málsmeðferð í ágreiningsmálum, um hvort laun og ráðningarkjör starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði séu í samræmi við ákvæði laga og kjarasamninga, skulu hafa sama almenna gildi og samningar þeirra um laun og önnur starfskjör, sbr. 1. gr., með þeim takmörkunum sem í samningunum felast.
     Þegar settar eru á fót samráðsnefndir til úrlausnar ágreiningsmála á grundvelli samninga skv. 1. mgr. og atvinnurekandi, sem er málsaðili, á ekki aðild að samtökum atvinnurekenda er honum heimilt að tilnefna einn fulltrúa sem tekur sæti eins fulltrúa samtaka atvinnurekenda í nefndinni. Hið sama gildir um launamann sem er málsaðili og á ekki aðild að stéttarfélagi en fulltrúi hans tekur sæti eins fulltrúa samtaka launafólks í nefndinni. Ákveði málsaðili að tilnefna fulltrúa skal tilnefningin fara fram fyrir upphaf málsmeðferðar hjá samráðsnefndinni.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. desember 2004.