Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1089, 132. löggjafarþing 365. mál: almenn hegningarlög (heimilisofbeldi).
Lög nr. 27 11. apríl 2006.

Lög um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940 (heimilisofbeldi).


1. gr.

     Við 70. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Hafi verknaður beinst að karli, konu eða barni sem eru nákomin geranda, og tengsl þeirra þykja hafa aukið á grófleika verknaðarins, skal að jafnaði taka það til greina til þyngingar refsingunni.

2. gr.

     Ákvæði 191. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Við XXV. kafla laganna bætist ný grein, 233. gr. b, svohljóðandi:
     Sá sem móðgar eða smánar maka sinn eða fyrrverandi maka, barn sitt eða annan mann sem er nákominn geranda, og verknaður verður talinn fela í sér stórfelldar ærumeiðingar, skal sæta fangelsi allt að tveimur árum.

4. gr.

     Ákvæði 1. tölul. 242. gr. laganna verður svohljóðandi: Brot gegn ákvæðum 233. gr., 233. gr. a og 233. gr. b sæta opinberri ákæru.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 3. apríl 2006.