Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1428, 132. löggjafarþing 733. mál: tollalög og tekjuskattur (fækkun tollumdæma o.fl.).
Lög nr. 80 1. júní 2006.

Lög um breyting á tollalögum, nr. 88/2005, og lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. Við greinina bætist nýr töluliður, 10. tölul., svohljóðandi: Hraðsendingar: Sendingar sem fluttar eru hingað til lands með flugi, fyrir milligöngu tollmiðlara, í samvinnu við erlend hraðflutningafyrirtæki.
 2. 19. tölul. orðast svo: Tollmiðlari: Lögaðili sem hefur leyfi ráðherra til að koma fram gagnvart tollyfirvöldum fyrir hönd inn- og útflytjenda.


2. gr.

     Við 22. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að afhenda hraðsendingar til notkunar innan lands áður en tollskjöl eru látin tollstjóra í té. Ráðherra ákveður frest til að skila tollskjölum vegna hraðsendinga með reglugerð.

3. gr.

     2. mgr. 28. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
 1. Við greinina bætist ný málsgrein er verður 2. mgr. og orðast svo:
 2.      Tollmiðlara er heimilt að afhenda hraðsendingu til notkunar innan lands án greiðslu aðflutningsgjalda, enda láti hann tollstjóra í té upplýsingar um verðmæti, tegund og þyngd sendingar og setji tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda. Ráðherra getur heimilað að trygging taki mið af þeim aðflutningsgjöldum sem ætla má að tollmiðlari verði ábyrgur fyrir vegna hraðsendingaþjónustu, í stað þess að trygging sé sett fyrir hverja sendingu.
 3. 2. mgr., er verður 3. mgr., orðast svo:
 4.      Ráðherra setur nánari reglur um bráðabirgðatollafgreiðslur og hraðsendingar samkvæmt þessari grein.
 5. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Bráðabirgðatollafgreiðslur og hraðsendingar.


5. gr.

     39. gr. laganna ásamt fyrirsögn orðast svo:
Tollumdæmi.
     Landið skiptist í 8 tollumdæmi sem hér segir:
 1. Suðvesturlandsumdæmi: Svæði sem nær yfir umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og umdæmi lögreglustjóranna á Akranesi, í Borgarnesi og Stykkishólmi.
 2. Vestfjarðaumdæmi: Svæði sem nær yfir umdæmi lögreglustjórans á Ísafirði.
 3. Norðurlandsumdæmi: Svæði sem nær yfir umdæmi lögreglustjóranna á Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík.
 4. Austurlandsumdæmi nyrðra: Svæði sem nær yfir umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði.
 5. Austurlandsumdæmi syðra: Svæði sem nær yfir umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði.
 6. Suðurlandsumdæmi: Svæði sem nær yfir umdæmi lögreglustjóranna á Selfossi og Hvolsvelli.
 7. Vestmannaeyjaumdæmi: Svæði sem nær yfir umdæmi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum.
 8. Reykjanesumdæmi: Svæði sem nær yfir umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum.

     Ráðherra getur þó í reglugerð breytt mörkum tollumdæma ef sérstaklega stendur á.

6. gr.

     40. gr. laganna ásamt fyrirsögn orðast svo:
Tollstjórar.
     Tollstjórar eru tollstjórinn í Reykjavík í Suðvesturlandsumdæmi, lögreglustjórinn á Ísafirði í Vestfjarðaumdæmi, lögreglustjórinn á Akureyri í Norðurlandsumdæmi, lögreglustjórinn á Seyðisfirði í Austurlandsumdæmi nyrðra, lögreglustjórinn á Eskifirði í Austurlandsumdæmi syðra, lögreglustjórinn á Selfossi í Suðurlandsumdæmi, lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í Vestmannaeyjaumdæmi og lögreglustjórinn á Suðurnesjum í Reykjanesumdæmi.
     Sýslumenn í umdæmi hvers tollstjóra skulu veita allar nauðsynlegar upplýsingar er lúta að tollmeðferð vöru fyrir hönd tollstjóra í því umdæmi. Þeir skulu jafnframt veita tollskjölum viðtöku fyrir hönd tollstjóra.

7. gr.

     Síðari málsliður 1. mgr. 61. gr. laganna orðast svo: Slíkt leyfi skal ekki veitt fyrr en aðkomuskýrsla, farmskrá og önnur þau skjöl sem lög og reglur áskilja hafa verið látin tollstjóra í té.

8. gr.

     Fyrirsögn 64. gr. laganna orðast svo: Ferming fars.

9. gr.

     Í stað orðsins „sakborningi“ í síðari málslið 3. mgr. 159. gr. laganna kemur: viðkomandi.

10. gr.

     2. mgr. 167. gr. laganna orðast svo:
     Stjórnendum fara og farartækja er skylt að stöðva þau þegar tollvörður gefur um það merki.

11. gr.

     3. mgr. 172. gr. laganna orðast svo:
     Tollmiðlari sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi aðstoðar við ranga eða villandi skýrslugjöf til tollyfirvalda eða veitir rangar eða villandi upplýsingar við tollskýrslugerð skal sæta refsingu skv. 1. mgr. ef um er að ræða innflutning en skv. 2. mgr. ef um er að ræða útflutning.

12. gr.

     Nýr töluliður bætist við 1. mgr. 195. gr. laganna, svohljóðandi: Námskeiðsgjald sem skal standa straum af kostnaði Tollskóla ríkisins við námskeiðshald fyrir aðra en tollstarfsmenn.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 111. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Skattar álagðir samkvæmt lögum þessum renna í ríkissjóð og hefur tollstjórinn í Reykjavík á hendi innheimtu þeirra í stjórnsýsluumdæmi Reykjavíkur en sýslumenn í öðrum stjórnsýsluumdæmum, sbr. þó 2.–4. mgr. þessarar greinar og ákvæði laga um staðgreiðslu opinberra gjalda.
 3. 2. mgr. orðast svo:
 4.      Fjármálaráðherra getur ákveðið í reglugerð að fela öðrum aðila en þeim sem um getur í 1. mgr. innheimtu skatta samkvæmt lögum þessum í tilteknu umdæmi eða umdæmum. Á sama hátt getur ráðherra ákveðið að sami innheimtumaður annist innheimtu í fleiri en einu umdæmi.


14. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2007, fyrir utan ákvæði 1.–4. gr. og 7.–12. gr. sem öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Við gildistöku laga þessara tekur tollstjórinn á Suðurnesjum við réttindum og skyldum gagnvart tollvörðum sem störfuðu hjá tollstjóranum í Keflavík. Þá tekur tollstjórinn í Reykjavík við réttindum og skyldum gagnvart tollvörðum sem störfuðu hjá tollstjóranum í Hafnarfirði.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2006.