Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 666, 133. löggjafarþing 365. mál: breyting á lögum á orkusviði (eignarhlutir ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, Orkubúi Vestfjarða og Rarik).
Lög nr. 164 20. desember 2006.

Lög um breytingar á lögum á orkusviði.


Breyting á lögum nr. 10 19. mars 2001, um stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja, með síðari breytingum.

1. gr.

     2. mgr. 9. gr. laganna orðast svo:
     Fjármálaráðherra fer með eignarhlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja hf.

Breyting á lögum nr. 40 30. maí 2001, um stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða, með síðari breytingum.

2. gr.

     2. mgr. 7. gr. laganna orðast svo:
     Fjármálaráðherra fer með eignarhlut ríkisins í Orkubúi Vestfjarða hf.

Breyting á lögum nr. 25 12. apríl 2006, um stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins.

3. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: Fjármálaráðherra fer með eignarhlut ríkisins í hlutafélaginu.

4. gr.

     Við 10. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi.
     Þrátt fyrir tímamark yfirtöku skv. 1. mgr. skal hlutafélagið yfirtaka skattaréttarlegar skuldbindingar og réttindi Rafmagnsveitna ríkisins frá upphafi árs 2006. Skal upphafsefnahagsreikningur hlutafélagsins í skattalegu tilliti miðast við 1. janúar 2006 að gerðu endurmati eigna og fyrninga skv. II. kafla laga nr. 50/2005, um skattskyldu orkufyrirtækja, og hafi ekki í för með sér skattskyldu vegna hagnaðar af afhentum eða mótteknum eignum.

Gildistaka.

5. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi en koma ekki til framkvæmda fyrr en 1. janúar 2007.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 2006.