Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 677, 133. löggjafarþing 350. mál: skráning og mat fasteigna (framlenging umsýslugjalds).
Lög nr. 178 20. desember 2006.

Lög um breyting á lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Til þess að standa straum af kostnaði Fasteignamats ríkisins við að halda og þróa Landskrá fasteigna skulu húseigendur greiða til þess sérstakt umsýslugjald á árinu 2007. Skal gjald þetta nema 0,1‰ (prómilli) af brunabótamati hverrar húseignar. Skal vátryggingafélag innheimta gjaldið samhliða innheimtu brunatryggingariðgjalda og skila því til Fasteignamats ríkisins eigi síðar en 45 dögum eftir gjalddaga.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2007.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 2006.