Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 44, 134. löggjafarþing 2. mál: þátttaka Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu á Evrópska efnahagssvæðinu (stækkun Evrópusambandsins og EES).
Lög nr. 106 22. júní 2007.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna samnings um þátttöku Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu á Evrópska efnahagssvæðinu.


I. KAFLI
Utanríkisráðuneyti.
Lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 1. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi:
 1. samning um þátttöku Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu á Evrópska efnahagssvæðinu, þ.e. meginmál samningsins og viðauka, sem áritaður var í Brussel 14. maí 2007.


2. gr.

     Við 2. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     1. mgr. 2. gr. samningsins, sem vísað er til í 8. tölul. 1. gr., um aðild nýrra samningsaðila að Evrópska efnahagssvæðinu, skal hafa lagagildi hér á landi.
     Þau ákvæði samningsins, sem vísað er til í 7. mgr., eru prentuð sem fylgiskjal VII með lögum þessum.

II. KAFLI
Félagsmálaráðuneyti.
Lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins, nr. 47/1993, með síðari breytingum.

3. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Ákvæði 1.–6. gr. reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 1612/68, um frelsi launþega til flutninga innan bandalagsins, ásamt síðari breytingum, taka þó ekki gildi um atvinnu- og búseturétt ríkisborgara Búlgaríu og Rúmeníu fyrr en 1. janúar 2009. Hið sama gildir um aðstandendur þessara ríkisborgara skv. 10. og 11. gr. sömu reglugerðar.

Lög um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002, með síðari breytingum.

4. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Ákvæði a-liðar 14. gr. tekur þó ekki gildi að því er varðar rétt ríkisborgara Búlgaríu og Rúmeníu til að starfa hér á landi fyrr en 1. janúar 2009, sbr. þó 36. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

III. KAFLI
Dómsmálaráðuneyti.
Lög um útlendinga, nr. 96/2002, með síðari breytingum.

5. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo:
     Ákvæði a-liðar 1. mgr. 36. gr. laganna tekur ekki gildi fyrir ríkisborgara Búlgaríu og Rúmeníu fyrr en 1. janúar 2009. Þá taka ákvæði 1. mgr. 35. gr. laganna um heimild EES- eða EFTA-útlendings til dvalar án sérstaks leyfis í sex mánuði ef hann er í atvinnuleit og ákvæði 4. mgr. 35. gr. laganna um heimild EES- eða EFTA-útlendings til að sækja um dvalarleyfi eftir komu til landsins ekki gildi fyrir ríkisborgara Búlgaríu og Rúmeníu fyrr en 1. janúar 2009.

IV. KAFLI
Gildistaka.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Fylgiskjal VII með lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, með síðari breytingum.
1. MGR. 2. GR. AÐILDARSAMNINGS EES
2. gr.
     1. BREYTINGAR Á MEGINMÁLI EES-SAMNINGSINS

      a)    Inngangsorð:
 1. Í stað skrár um samningsaðila komi eftirfarandi:
 2. „EVRÓPUBANDALAGIÐ,
 3. KONUNGSRÍKIÐ BELGÍA,
 4. LÝÐVELDIÐ BÚLGARÍA,
 5. LÝÐVELDIÐ TÉKKLAND,
 6. KONUNGSRÍKIÐ DANMÖRK,
 7. SAMBANDSLÝÐVELDIÐ ÞÝSKALAND,
 8. LÝÐVELDIÐ EISTLAND,
 9. LÝÐVELDIÐ GRIKKLAND,
 10. KONUNGSRÍKIÐ SPÁNN,
 11. LÝÐVELDIÐ FRAKKLAND,
 12. ÍRLAND,
 13. LÝÐVELDIÐ ÍTALÍA,
 14. LÝÐVELDIÐ KÝPUR,
 15. LÝÐVELDIÐ LETTLAND,
 16. LÝÐVELDIÐ LITHÁEN,
 17. STÓRHERTOGADÆMIÐ LÚXEMBORG,
 18. LÝÐVELDIÐ UNGVERJALAND,
 19. LÝÐVELDIÐ MALTA,
 20. KONUNGSRÍKIÐ HOLLAND,
 21. LÝÐVELDIÐ AUSTURRÍKI,
 22. LÝÐVELDIÐ PÓLLAND,
 23. LÝÐVELDIÐ PORTÚGAL,
 24. RÚMENÍA,
 25. LÝÐVELDIÐ SLÓVENÍA,
 26. LÝÐVELDIÐ SLÓVAKÍA,
 27. LÝÐVELDIÐ FINNLAND,
 28. KONUNGSRÍKIÐ SVÍÞJÓÐ,
 29. HIÐ SAMEINAÐA KONUNGSRÍKI STÓRA-BRETLANDS OG NORÐUR-ÍRLANDS,
 30. OG
 31. ÍSLAND,
 32. FURSTADÆMIÐ LIECHTENSTEIN,
 33. KONUNGSRÍKIÐ NOREGUR,“.

 34.     b)    2. gr.:

       i)    Í b-lið falli niður orðið „Lýðveldið“.

       ii)    Eftirfarandi bætist við á eftir d-lið:

        „e)    hugtakið „aðildarlögin frá 25. apríl 2005“ lög um aðildarskilmála Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu og aðlögun sáttmálanna sem mynda grundvöll Evrópusambandsins, sem voru samþykkt í Lúxemborg 25. apríl 2005.

        f)    hugtakið „aðildarbókunin frá 25. apríl 2005“ bókun um skilyrði og tilhögun aðildar Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu að Evrópusambandinu, sem var samþykkt í Lúxemborg 25. apríl 2005.“.

      c)    117. gr.:
 35. Í stað texta 117. gr. komi eftirfarandi:
 36. „Ákvæði um fjármagnskerfin er að finna í bókun 38, bókun 38a og viðauka við bókun 38a.“;

 37.     d)    126. gr.:
 38. Í 1. mgr. falli niður orðið „Lýðveldið“.

 39.     e)    129. gr.:

       i)    Í stað annarrar undirgreinar 1. málsgreinar komi eftirfarandi:
  1. „Vegna stækkana Evrópska efnahagssvæðisins telst texti samnings þessa jafngildur á búlgörsku, eistnesku, lettnesku, litháísku, maltnesku, pólsku, rúmensku, slóvensku, slóvösku, tékknesku og ungversku.“.

  2.     ii)    Í stað þriðju undirgreinar 1. málsgreinar komi eftirfarandi:
  3. „Textar gerða, sem vísað er til í viðaukunum, eru jafngildir á búlgörsku, dönsku, eistnesku, ensku, finnsku, frönsku, grísku, hollensku, ítölsku, lettnesku, litháísku, maltnesku, pólsku, portúgölsku, rúmensku, slóvensku, slóvösku, spænsku, sænsku, tékknesku, ungversku og þýsku eins og þeir birtast í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins og skulu með tilliti til jafngildingar þýddir á íslensku og norsku og birtir í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins.“.

Samþykkt á Alþingi 13. júní 2007.