Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 561, 135. löggjafarþing 242. mál: úrvinnslugjald (frestun og fjárhæð gjalds).
Lög nr. 153 19. desember 2007.

Lög um breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað orðanna „1. janúar 2008“ í fyrri málslið 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I við lögin kemur: 1. janúar 2010.

2. gr.

     Í stað „25,00 kr./kg“ í viðauka I við lögin kemur: 3,00 kr./kg.

3. gr.

     Í stað „20,00 kr./kg“ í viðauka VIII við lögin kemur hvarvetna: 25,00 kr./kg.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á viðauka XII við lögin:
  1. Í stað „51,00 kr./kg“ kemur: 72,00 kr./kg.
  2. Í stað „85,00 kr./kg“ kemur: 120,00 kr./kg.
  3. Í stað „170,00 kr./kg“ kemur: 240,00 kr./kg.
  4. Í stað „204,00 kr./kg“ kemur: 288,00 kr./kg.
  5. Í stað „272,00 kr./kg“ kemur: 384,00 kr./kg.
  6. Í stað „408,00 kr./kg“ kemur: 576,00 kr./kg.


5. gr.

     Í stað tollskrárnúmers „8429.5200 – – Vélbúnaður með yfirbyggingu sem snúist getur 360° 9.000 kr./stk.“ í viðauka XVI við lögin kemur: 8429.5201 – – Gröfur sem koma á hjólbörðum 9.000 kr./stk.

6. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2008.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 2007.