Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 439, 135. löggjafarþing 76. mál: umferðarlög og vátryggingastarfsemi (EES-reglur).
Lög nr. 155 20. desember 2007.

Lög um breyting á umferðarlögum, nr. 50/1987, og lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 60/1994 (ábyrgðartrygging ökutækja, EES-reglur).


Breyting á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við 1. mgr. 94. gr. laganna bætist: og um skyldu vátryggingafélaga til að gefa út vottorð með upplýsingum um skaðabótakröfur vegna tjóns sem varða vátryggt ökutæki eða að ekki sé um slíkar kröfur að ræða.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 94. gr. b laganna:
  1. Í stað orðanna „upplýsinga um vélknúið ökutæki sem valdið hefur tjóni og vátryggingu þess“ í 1. mgr. kemur: grundvallarupplýsinga sem eru nauðsynlegar við meðferð tjónamáls.
  2. C-liður 1. mgr. orðast svo: tjónið hafi orðið í EES- eða EFTA-ríki eða öðru ríki sem er aðili að tilhöguninni um grænt kort.
  3. Á eftir orðunum „starfsemi upplýsingamiðstöðvarinnar“ í 2. mgr. kemur: þar á meðal hvaða upplýsingar falla undir 1. mgr.


Breyting á lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 60/1994, með síðari breytingum.

3. gr.

     Lokamálsliður 5. mgr. 65. gr. laganna fellur brott.

4. gr.

     Lög þessi eru sett til innleiðingar á tilskipun 2005/14/EB frá 11. maí 2005 um breytingu á tilskipunum 72/166/EBE, 84/5/EBE, 88/357/EBE og 90/232/EBE og tilskipun 2000/26/EB um ábyrgðartryggingu vegna notkunar vélknúinna ökutækja (fimmtu tilskipun um ökutækjatryggingar). Tilskipunin var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 86 7. júlí 2006.

5. gr.

     Lög þessi taka þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. desember 2007.