Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1269, 135. löggjafarþing 521. mál: breytt fyrirkomulag á skráningu og þinglýsingu skipa (samræmdur þinglýsingargagnagrunnur).
Lög nr. 69 11. júní 2008.

Lög um breyting á ýmsum lögum vegna breytts fyrirkomulags á skráningu og þinglýsingu skipa.


I. KAFLI
Breyting á þinglýsingalögum, nr. 39/1978, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað orðsins „rúmlestir“ í 40. gr. laganna kemur: brúttótonn.

2. gr.

     Í stað orðsins „rúmlestir“ í 41. gr. laganna kemur: brúttótonn.

3. gr.

     2. mgr. 42. gr. laganna orðast svo:
     Nú er skrásett skip er þessi kafli laganna tekur til flutt á milli umdæma. Verður þá aðgangur þinglýsingarstjóra í því umdæmi sem skip er flutt til virkur eftir umskráningu skips í aðalskipaskrá. Þinglýst skjöl um skipið skulu vera aðgengileg á tölvutæku formi í skipabók þinglýsingarstjóra.

4. gr.

     Fyrirsögn V. kafla laganna verður: Þinglýsing um skrásett skip, 5 brúttótonn og stærri.

5. gr.

     Í stað orðanna „5 rúmlestir“ í 1. mgr. og 1. málsl. 2. mgr. 43. gr. laganna kemur: 5 brúttótonn.

6. gr.

     Í stað orðanna „5 rúmlestir“ í 44. gr. laganna kemur: 5 brúttótonn.

7. gr.

     1. mgr. 45. gr. laganna orðast svo:
     Nú er skráð skráningarskylt skip innan 5 brúttótonna flutt á milli skráningarumdæma. Verður þá aðgangur þinglýsingarstjóra í því umdæmi sem skip er flutt til virkur eftir umskráningu skips í aðalskipaskrá. Þinglýst skjöl um skipið skulu vera aðgengileg á tölvutæku formi í skipabók þinglýsingarstjóra.

8. gr.

     Fyrirsögn VI. kafla laganna verður: Þinglýsing um skrásett skráningarskyld skip minni en 5 brúttótonn.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 115/1985, um skráningu skipa, með síðari breytingum.

9. gr.

     3. mgr. 13. gr. laganna orðast svo:
     Nú veldur hið nýja heimilisfang því að skip er flutt á milli þinglýsingaumdæma. Verður þá aðgangur í skipabók þinglýsingarstjóra í því umdæmi sem skip er flutt til virkur eftir umskráningu skips í aðalskipaskrá. Réttaráhrif þinglýsingar rofna ekki vegna flutningsins.

III. KAFLI
Breyting á siglingalögum, nr. 34/1985, með síðari breytingum.

10. gr.

     Í stað orðanna „5 rúmlestir“ í 3. gr. laganna kemur: 5 brúttótonn.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/1991, um nauðungarsölu, með síðari breytingum.

11. gr.

     Í stað orðsins „rúmlestir“ í 2. mgr. 17. gr. laganna kemur: brúttótonn.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald, með síðari breytingum.

12. gr.

     Í stað orðsins „brúttósmálestum“ í 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: brúttótonnum.

VI. KAFLI
Gildistaka.

13. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júní 2008.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Fyrir 1. september 2008 skulu sýslumenn hafa skráð og skannað allar gildandi þinglýstar upplýsingar um skip í tölvufært þinglýsingarkerfi. Fram til þess tíma er þinglýsingarstjóra í því umdæmi sem skip er flutt frá þó áfram heimilt að senda þinglýsingarstjóra í umdæmi því sem skip er flutt til öll skjöl sem í gildi eru um skipið, en staðfest endurrit eða ljósrit ef um er að ræða skjöl sem bundin hafa verið í afsals- og veðmálabækur fyrir gildistöku laga þessara.

Samþykkt á Alþingi 29. maí 2008.