Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1227, 135. löggjafarþing 387. mál: fæðingar- og foreldraorlof (viðmiðunartímabil launa o.fl.).
Lög nr. 74 11. júní 2008.

Lög um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 3. gr. laganna kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. 1. mgr. verður svohljóðandi:
 2.      Fæðingarorlofssjóður skal annast greiðslur til foreldra sem réttinda njóta til greiðslu í fæðingarorlofi skv. 13. gr. Fæðingarstyrkir til foreldra skv. VI. kafla greiðast úr ríkissjóði.
 3. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ þrívegis í 2. og 4. mgr. kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.


3. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 5. gr. laganna kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.

4. gr.

     Á eftir 3. mgr. 7. gr. laganna kemur ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:
     Fullt nám samkvæmt lögum þessum er 75–100% samfellt nám, verklegt eða bóklegt, í viðurkenndri menntastofnun innan hins almenna menntakerfis á Íslandi sem stendur yfir í a.m.k. sex mánuði. Enn fremur er átt við 75–100% nám á háskólastigi og annað nám sem gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi. Einstök námskeið teljast ekki til náms.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „móður“ í 2. mgr. kemur: foreldri.
 2. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:
 3.      Þrátt fyrir 1. mgr. skal foreldri, sbr. 1. mgr. 1. gr., öðlast rétt til fæðingarorlofs í allt að níu mánuði hafi hitt foreldrið andast á meðgöngu barns og barnið fæðist lifandi.
 4. Í stað orðanna „4. mgr.“ í 7. mgr., sem verður 8. mgr., kemur: 5. mgr.
 5. Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 6.      Foreldri sem er ófært vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss eða afplánunar refsivistar um að annast barn sitt á fyrstu 18 mánuðunum eftir fæðingu þess er heimilt að framselja rétt sinn til fæðingarorlofs sem það hefur ekki þegar nýtt sér til hins foreldrisins að hluta eða öllu leyti. Hið sama gildir þegar foreldri er ófært um að annast barn sitt af sömu ástæðum á fyrstu 18 mánuðunum eftir að barn kemur inn á heimili við frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur. Á þetta við hvort sem foreldrar fara sameiginlega með forsjá barnsins eða ekki. Heimilt er að veita undanþágu frá samþykki foreldris um framsal réttinda þegar foreldri er ófært um að veita samþykki sitt vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss og skal þá Vinnumálastofnun meta hvort skilyrðum um framsal réttindanna sé fullnægt. Ástand foreldris vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss sem leiðir til þess að foreldrið er ófært um að annast barnið á fyrrgreindu tímabili eða veita samþykki sitt um framsal réttinda sinna skal staðfest með læknisvottorði þess sérfræðilæknis sem annast foreldrið. Fangelsismálayfirvöld skulu staðfesta að foreldrið muni afplána refsivist á fyrrgreindu tímabili. Við tilfærsluna verður réttur þess foreldris sem framselur rétt sinn að þeim réttindum er hitt foreldrið hefur áunnið sér samkvæmt lögum þessum.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „kona“ í 1. mgr. kemur: foreldri, og í stað orðsins „henni“ í sömu málsgrein kemur: því.
 2. 2. málsl. 2. mgr. fellur brott.


7. gr.

     Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ í 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „2. og 4. mgr. 8. gr.“ í 1. mgr. kemur: 2. og 5. mgr. 8. gr.
 2. 3. málsl. 1. mgr. verður svohljóðandi: Þegar foreldri hefur töku fæðingarorlofs fyrir fæðingardag barns, sbr. 2. mgr. 8. gr., 11. gr. og 4. mgr. 17. gr., skal þó miða við þann dag er foreldrið hefur fæðingarorlof að því er það foreldri varðar.
 3. 2. mgr. verður svohljóðandi:
 4.      Mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs til starfsmanns, sbr. 2. mgr. 7. gr., í fæðingarorlofi skal nema 80% af meðaltali heildarlauna og skal miða við tólf mánaða samfellt tímabil sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingardag barns eða þann dag sem barn kemur inn á heimili við frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur. Til launa teljast hvers konar laun og aðrar þóknanir samkvæmt lögum um tryggingagjald sem og greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði, sjúkra- og slysadagpeningar, greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga, bætur frá tryggingafélagi vegna tímabundins atvinnutjóns eða tekjutengdar greiðslur skv. III. kafla laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, sbr. a–e-liði 2. mgr. 13. gr. a. Þegar um er að ræða greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, Atvinnuleysistryggingasjóði, sjúkrasjóði stéttarfélags, bætur frá tryggingafélagi vegna tímabundins atvinnutjóns eða tekjutengdar greiðslur skv. III. kafla laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna á viðmiðunartímabili skal taka mið af þeim viðmiðunartekjum sem þær greiðslur miðuðust við og skal aldrei taka mið af hærri fjárhæð en nemur þeim viðmiðunartekjum enda þótt foreldri hafi fengið mismuninn milli þessara greiðslna og viðmiðunartekna bættan samhliða greiðslunum. Einungis skal miða við meðaltal heildarlauna fyrir þá mánuði á viðmiðunartímabili sem foreldri hefur verið á innlendum vinnumarkaði, sbr. einnig 2. mgr. 13. gr. a. Aldrei skal þó miða við færri mánuði en fjóra við útreikning á meðaltali heildarlauna.
 5. 5. mgr. verður svohljóðandi:
 6.      Mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs til sjálfstætt starfandi einstaklings, sbr. 3. mgr. 7. gr., skal nema 80% af meðaltali reiknaðs endurgjalds sem greitt hefur verið tryggingagjald af og skal miða við tekjuárið á undan fæðingarári barns eða því ári er barn kemur inn á heimili við frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur. Að öðru leyti gilda ákvæði 2.–4. mgr. eins og við getur átt.
 7. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ tvívegis í 7. mgr. kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.
 8. Á eftir 2. málsl. 9. mgr. bætist við nýr málsliður, svohljóðandi: Eingöngu skulu greiðslur frá vinnuveitanda sem ætlaðar eru fyrir það tímabil sem foreldri er í fæðingarorlofi koma til frádráttar greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði.
 9. Í stað „9. mgr. 19. gr.“ í 10. mgr. kemur: 12. mgr. 19. gr.
 10. Í stað orðanna „áætlaðan fæðingardag“ í 10. mgr. kemur: fæðingardag.
 11. Í stað 11. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
 12.      Þegar foreldri hefur starfað á innlendum vinnumarkaði a.m.k. síðasta mánuðinn á ávinnslutímabili skv. 1. mgr. skal Vinnumálastofnun, að því marki sem nauðsynlegt er, taka tillit til starfstímabila þess sem starfsmanns eða sjálfstætt starfandi einstaklings í öðru aðildarríki að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, Norðurlandasamningnum um almannatryggingar, stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða samningi milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar á ávinnslutímabilinu enda hafi störf foreldris veitt foreldrinu rétt samkvæmt lögum þess ríkis um fæðingarorlof. Skilyrði er að foreldri hafi hafið störf á innlendum vinnumarkaði innan tíu virkra daga frá því að það hætti störfum á vinnumarkaði í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, í öðru Norðurlandaríki, í öðru EFTA-ríki eða í Færeyjum. Foreldri skal láta tilskilin vottorð um áunnin starfstímabil og tryggingatímabil í öðru ríki í samræmi við ákvæði samninganna fylgja með umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði skv. 15. gr.
       Félags- og tryggingamálaráðherra er heimilt að kveða í reglugerð nánar á um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, svo sem um mat á starfshlutfalli sjálfstætt starfandi einstaklinga, rétt þeirra sem gegna störfum á innlendum vinnumarkaði sem eru undanskilin greiðslu tryggingagjalds lögum samkvæmt, rétt þeirra sem hafa starfað í öðrum aðildarríkjum að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. einnig gerðir sem felldar hafa verið undir VI. viðauka samningsins, aðildarríkjum að Norðurlandasamningnum um almannatryggingar, stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða samningi milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar og hvaða greiðslna frá vinnuveitendum heimilt sé að taka tillit til við útreikninga skv. 9. mgr.


9. gr.

     Á eftir 13. gr. laganna kemur ný grein, 13. gr. a, svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:
Þátttaka á vinnumarkaði.
     Þátttaka á innlendum vinnumarkaði í skilningi IV. kafla felur í sér að starfa í annarra þjónustu í a.m.k. 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði eða að starfa við eigin rekstur, án tillits til félagsforms, í því umfangi að hlutaðeiganda er gert að standa mánaðarlega, eða með öðrum reglulegum hætti samkvæmt ákvörðun skattyfirvalda, skil á tryggingagjaldi. Fullt starf miðast við 172 vinnustundir á mánuði, en þó skal jafnan tekið tillit til fjölda vinnustunda sem samkvæmt kjarasamningi teljast fullt starf.
     Til þátttöku á vinnumarkaði telst enn fremur:
 1. orlof eða leyfi samkvæmt lögum, kjarasamningi eða ráðningarsamningi þótt ólaunað sé að hluta eða öllu leyti,
 2. sá tími sem foreldri fær greiddar atvinnuleysisbætur, er á biðtíma eftir slíkum bótum eða hefði átt rétt á þeim hefði foreldrið skráð sig án atvinnu samkvæmt gildandi lögum um atvinnuleysistryggingar,
 3. sá tími sem foreldri fær greidda sjúkra- eða slysadagpeninga, er á biðtíma eftir dagpeningum eða hefði átt rétt á þeim hefði foreldri sótt um þá til Tryggingastofnunar ríkisins samkvæmt gildandi lögum um almannatryggingar, eða fær greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélags enda hafi foreldri látið af launuðum störfum af heilsufarsástæðum,
 4. sá tími sem foreldri nýtur bóta frá tryggingafélagi sem koma í stað launa vegna tímabundins atvinnutjóns af völdum slysa,
 5. sá tími er foreldri fær tekjutengdar greiðslur skv. III. kafla laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna eða hefði átt rétt á slíkum greiðslum hefði foreldri sótt um þær til Tryggingastofnunar ríkisins.

     Vinnumálastofnun metur á grundvelli laga um atvinnuleysistryggingar hvort foreldri hefði átt rétt á atvinnuleysisbótum hefði það skráð sig án atvinnu á þeim tíma sem um er að ræða, sbr. b-lið 2. mgr.
     Tryggingastofnun ríkisins metur á grundvelli laga um almannatryggingar hvort foreldri hefði átt rétt á sjúkra- eða slysadagpeningum hefði það sótt um þá fyrir þann tíma sem um er að ræða, sbr. c-lið 2. mgr.
     Tryggingastofnun ríkisins metur á grundvelli laga um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna hvort foreldri hefði átt rétt á tekjutengdum greiðslum skv. III. kafla laganna hefði það sótt um slíkar greiðslur.

10. gr.

     Orðin „og greiðir þá Fæðingarorlofssjóður lögbundið framlag á móti“ í 1. mgr. 14. gr. laganna falla brott.

11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
 1. 2. málsl. 1. mgr. verður svohljóðandi: Vilji foreldri hefja fæðingarorlof fyrir áætlaðan fæðingardag, sbr. 2. mgr. 8. gr., ber því að tilkynna það Vinnumálastofnun þremur vikum fyrir fyrirhugaðan upphafsdag fæðingarorlofs.
 2. 2. mgr. verður svohljóðandi:
 3.      Umsóknin skal vera skrifleg á þar til gerðu eyðublaði og skal fylgja henni afrit af tilkynningum um fæðingarorlof skv. 9. gr. sem foreldrar hafa fengið samþykktar hjá vinnuveitendum sínum þar sem fram kemur fyrirhugaður upphafsdagur, lengd og tilhögun fæðingarorlofs hvors foreldris fyrir sig. Þegar foreldri er sjálfstætt starfandi einstaklingur skal það tekið fram í umsókninni og tilgreint um fyrirhugaðan upphafsdag, lengd og tilhögun fæðingarorlofs. Umsóknin skal undirrituð af foreldrum, enda fari þeir báðir með forsjá barnsins. Skal forsjárlaust foreldri undirrita umsókn uppfylli það skilyrði 7. mgr. 8. gr. Gildir hið sama þótt annað foreldrið sé utan vinnumarkaðar eða í námi, sbr. 2. mgr. 1. gr., en skal þess getið í umsókn sé jafnframt sótt um fæðingarstyrk fyrir það foreldri skv. VI. kafla.
 4. Í stað orðanna „vegna tekjuára“ í 3. mgr. kemur: vegna viðmiðunartímabila.
 5. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Samþykki umsækjanda þarf fyrir öflun gagnanna.
 6. 5. mgr. verður svohljóðandi:
 7.      Þegar foreldri getur ekki tekið fæðingarorlof á þeim tíma er það tilkynnti Vinnumálastofnun um skv. 2. mgr. vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna ber foreldri að tilkynna Vinnumálastofnun skriflega um breytinguna á þar til gerðu eyðublaði. Vinnuveitandi foreldris skal staðfesta samþykki sitt um breytingu á tilhögun fæðingarorlofs foreldris með undirritun sinni.


12. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 4. mgr. 15. gr. a laganna kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. b laganna:
 1. 1. mgr. verður svohljóðandi:
 2.      Vinnumálastofnun skal annast eftirlit með framkvæmd laganna. Félags- og tryggingamálaráðherra er þó heimilt að ákveða annað fyrirkomulag í reglugerð.
 3. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
 4.      Skattyfirvöld skulu láta Vinnumálastofnun í té upplýsingar sem nauðsynlegar eru eftirliti með framkvæmd laganna enda hafi umsækjandi verið upplýstur um það.
 5. Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 2. mgr., sem verður 3. mgr., kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.


14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. mgr. 17. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „læknis“ í 1. málsl. kemur: sérfræðilæknis.
 2. Í stað orðsins „aðila“ í 2. málsl. kemur: sérfræðilækni.


15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
 1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
 2.      Þrátt fyrir 1. mgr. skal foreldri sem er utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði öðlast rétt til fæðingarstyrks í allt að níu mánuði hafi hitt foreldrið andast á meðgöngu barns og barnið fæðist lifandi.
 3. Á eftir 2. mgr., sem verður 3. mgr., kemur ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:
 4.      Hafi foreldri haft lögheimili hér á landi a.m.k. síðasta mánuðinn fyrir fæðingardag barns skal Vinnumálastofnun, að því marki sem nauðsynlegt er, taka tillit til búsetutímabila foreldris í öðru aðildarríki að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, Norðurlandasamningnum um almannatryggingar, stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða samningi milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar á ávinnslutímabilinu þegar metið er hvort foreldri fullnægi lögheimilisskilyrði skv. 3. mgr. enda hafi foreldri verið tryggt á sama tíma í því ríki og ekki hefur liðið meira en mánuður frá því að tryggingatímabili samkvæmt lögum þess ríkis var lokið. Foreldri skal láta tilskilin vottorð um búsetutímabil og tryggingatímabil í öðru ríki í samræmi við ákvæði samninganna fylgja með umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði skv. 23. gr.
 5. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ tvívegis í 3. mgr., sem verður 5. mgr., kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.
 6. Við 5. mgr., sem verður 7. mgr., bætist: sbr. þó 8. mgr.
 7. Á eftir 5. mgr., sem verður 7. mgr., kemur ný málsgrein, 8. mgr., svohljóðandi:
 8.      Forsjárlaust foreldri á rétt til fæðingarstyrks liggi fyrir samþykki þess foreldris sem fer með forsjána um að forsjárlausa foreldrið hafi umgengni við barnið þann tíma sem greiðsla fæðingarstyrks stendur yfir.
 9. Í stað orðanna „4. mgr.“ í 8. mgr., sem verður 11. mgr., kemur: 6. mgr.
 10. Við greinina bætast tvær nýjar málsgreinar, 12. og 13. mgr., svohljóðandi:
 11.      Foreldri sem er ófært vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss eða afplánunar refsivistar um að annast barn sitt á fyrstu 18 mánuðunum eftir fæðingu þess er heimilt að framselja rétt sinn til fæðingarstyrks sem það hefur ekki þegar nýtt sér til hins foreldrisins að hluta eða öllu leyti. Hið sama gildir þegar foreldri er ófært um að annast barn sitt af sömu ástæðum á fyrstu 18 mánuðunum eftir að barn kemur inn á heimili við frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur. Á þetta við hvort sem foreldrar fara sameiginlega með forsjá barnsins eða ekki. Heimilt er að veita undanþágu frá samþykki foreldris um framsal réttinda þegar foreldri er ófært um að veita samþykki sitt vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss og skal þá Vinnumálastofnun meta hvort skilyrðum um framsal réttindanna sé fullnægt. Ástand foreldris vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss sem leiðir til þess að foreldrið er ófært um að annast barnið á fyrrgreindu tímabili eða veita samþykki sitt um framsal réttinda sinna skal staðfest með læknisvottorði þess sérfræðilæknis sem annast foreldrið. Fangelsismálayfirvöld skulu staðfesta að foreldrið muni afplána refsivist á fyrrgreindu tímabili. Við tilfærsluna verður réttur þess foreldris sem framselur rétt sinn að þeim réttindum er hitt foreldrið hefur áunnið sér samkvæmt lögum þessum.
       Ráðherra er heimilt að kveða í reglugerð nánar á um framkvæmd þessa ákvæðis.


16. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
 1. 1. mgr. verður svohljóðandi:
 2.      Foreldrar sem hafa verið í fullu námi í a.m.k. sex mánuði á síðustu tólf mánuðum fyrir fæðingu barns, frumættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur og sýnt viðunandi námsárangur eiga sjálfstæðan rétt til fæðingarstyrks í allt að þrjá mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur. Þessi réttur er ekki framseljanlegur. Auk þess eiga foreldrar sameiginlegan rétt á fæðingarstyrk í þrjá mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið í heild eða foreldrar skipt með sér. Foreldri skal leggja fram staðfestingu frá viðkomandi skóla um að það hafi verið skráð í fullt nám og sýnt viðunandi námsárangur. Heimilt er að taka tillit til ástundunar náms í stað námsárangurs á þeirri skólaönn sem barn fæðist. Réttur til fæðingarstyrks vegna fæðingar fellur niður er barnið nær 18 mánaða aldri.
 3. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
 4.      Þrátt fyrir 1. mgr. skal foreldri sem hefur verið í fullu námi í a.m.k. sex mánuði á síðustu tólf mánuðum fyrir fæðingu barns, frumættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur og sýnt viðunandi námsárangur öðlast rétt til fæðingarstyrks í allt að níu mánuði hafi hitt foreldrið andast á meðgöngu barns og barnið fæðist lifandi.
 5. Á eftir 3. málsl. 2. mgr., sem verður 3. mgr., kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Hið sama gildir þegar foreldri hefur flutt lögheimili sitt tímabundið og stundar fjarnám við íslenskan skóla á þeim tíma enda hafi foreldri átt lögheimili hér á landi samfellt í a.m.k. fimm ár fyrir flutning og fullnægir öðrum skilyrðum um fæðingarstyrk til foreldra í fullu námi.
 6. Á eftir 2. mgr., sem verður 3. mgr., kemur ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:
 7.      Hafi foreldri haft lögheimili hér á landi a.m.k. síðasta mánuðinn fyrir fæðingardag barns skal Vinnumálastofnun, að því marki sem nauðsynlegt er, taka tillit til búsetutímabila foreldris í öðru aðildarríki að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, Norðurlandasamningnum um almannatryggingar, stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða samningi milli ríkisstjórnar Íslands annars vegar og ríkisstjórnar Danmerkur og heimastjórnar Færeyja hins vegar á ávinnslutímabilinu þegar metið er hvort foreldri fullnægi lögheimilisskilyrði skv. 3. mgr. enda hafi foreldri verið tryggt á sama tíma í því ríki og ekki hefur liðið meira en mánuður frá því að tryggingatímabili samkvæmt lögum þess ríkis var lokið. Foreldri skal láta tilskilin vottorð um búsetutímabil og tryggingatímabil í öðru ríki í samræmi við ákvæði samninganna fylgja með umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði skv. 23. gr.
 8. Í stað orðsins „félagsmálaráðherra“ tvívegis í 3. mgr., sem verður 5. mgr., kemur: félags- og tryggingamálaráðherra.
 9. Við 5. mgr., sem verður 7. mgr., bætist: sbr. þó 8. mgr.
 10. Á eftir 5. mgr., sem verður 7. mgr., kemur ný málsgrein, 8. mgr., svohljóðandi:
 11.      Forsjárlaust foreldri á rétt til fæðingarstyrks liggi fyrir samþykki þess foreldris sem fer með forsjána um að forsjárlausa foreldrið hafi umgengni við barnið þann tíma sem greiðsla fæðingarstyrks stendur yfir.
 12. Á eftir 9. mgr., sem verður 12. mgr., kemur ný málsgrein, 13. mgr., svohljóðandi:
 13.      Heimilt er að greiða móður fæðingarstyrk skv. 1. mgr. þó að hún uppfylli ekki skilyrði um viðunandi námsárangur og/eða ástundun enda hafi hún ekki getað stundað nám á meðgöngu vegna heilsufarsástæðna. Móðir skal leggja fram vottorð sérfræðilæknis sem annast hefur hana á meðgöngu því til staðfestingar ásamt staðfestingu frá skóla um að hún hafi verið skráð í fullt nám. Vinnumálastofnun er heimilt að óska eftir umsögn frá öðrum sérfræðilækni.
 14. Í stað orðanna „4. mgr.“ í 10. mgr., sem verður 14. mgr., kemur: 6. mgr.
 15. Á eftir 10. mgr., sem verður 14. mgr., kemur ný málsgrein, 15. mgr., svohljóðandi:
 16.      Foreldri sem er ófært vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss eða afplánunar refsivistar um að annast barn sitt á fyrstu 18 mánuðunum eftir fæðingu þess er heimilt að framselja rétt sinn til fæðingarstyrks sem það hefur ekki þegar nýtt sér til hins foreldrisins að hluta eða öllu leyti. Hið sama gildir þegar foreldri er ófært um að annast barn sitt af sömu ástæðum á fyrstu 18 mánuðunum eftir að barn kemur inn á heimili við frumættleiðingu eða töku í varanlegt fóstur. Á þetta við hvort sem foreldrar fara sameiginlega með forsjá barnsins eða ekki. Heimilt er að veita undanþágu frá samþykki foreldris um framsal réttinda þegar foreldri er ófært um að veita samþykki sitt vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss og skal þá Vinnumálastofnun meta hvort skilyrðum um framsal réttindanna sé fullnægt. Ástand foreldris vegna sjúkdóms eða afleiðinga slyss sem leiðir til þess að foreldrið er ófært um að annast barnið á fyrrgreindu tímabili eða veita samþykki sitt um framsal réttinda sinna skal staðfest með læknisvottorði þess sérfræðilæknis sem annast foreldrið. Fangelsismálayfirvöld skulu staðfesta að foreldrið muni afplána refsivist á fyrrgreindu tímabili. Við tilfærsluna verður réttur þess foreldris sem framselur rétt sinn að þeim réttindum er hitt foreldrið hefur áunnið sér samkvæmt lögum þessum.


17. gr.

     Í stað 1. mgr. 21. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Foreldrar eiga sameiginlegan rétt til fæðingarstyrks í þrjá mánuði til viðbótar fyrir hvert barn umfram eitt sem fæðist á lífi.
     Foreldrar sem ættleiða eða taka í varanlegt fóstur fleiri börn en eitt á sama tíma eiga sameiginlegan rétt til fæðingarstyrks í þrjá mánuði til viðbótar fyrir hvert barn umfram eitt.

18. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. 22. gr. laganna:
 1. Í stað orðsins „læknis“ í 1. málsl. kemur: sérfræðilæknis.
 2. Í stað orðsins „aðila“ í 2. málsl. kemur: sérfræðilækni.


19. gr.

     2. mgr. 33. gr. laganna verður svohljóðandi:
     Foreldri sem nýtur greiðslna í fæðingarorlofi á ekki rétt til sjúkra- eða slysadagpeninga samkvæmt lögum um almannatryggingar.

20. gr.

     Á eftir 33. gr. laganna kemur ný grein, 33. gr. a, svohljóðandi, ásamt fyrirsögn:
Fjárnám óheimilt.
     Óheimilt er að gera fjárnám í greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði eða fæðingarstyrk samkvæmt lögum þessum sem ekki hafa verið greiddar til foreldris. Þá er jafnframt óheimilt að taka greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði eða fæðingarstyrk til greiðslu opinberra gjalda annarra en staðgreiðslu opinberra gjalda.

21. gr.

     Í stað orðsins „Félagsmálaráðherra“ í 35. gr. laganna kemur: Félags- og tryggingamálaráðherra.

22. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júní 2008 og eiga við um foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða eru tekin í varanlegt fóstur 1. júní 2008 eða síðar.

Samþykkt á Alþingi 29. maí 2008.