Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1275, 135. löggjafarþing 531. mál: flutningur stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna á sviði lax- og silungsveiði o.fl. til Fiskistofu (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 81 12. júní 2008.

Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna flutnings stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna á sviði lax- og silungsveiði, fiskræktar o.fl. til Fiskistofu.


I. KAFLI
Breytingar á lögum nr. 58/2006, um fiskrækt, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað orðsins „Matvælastofnunar“ í 1. mgr. 4. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum, að undanskildu ákvæði til bráðabirgða, kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Fiskistofa.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða við lögin:
 1. Í stað orðanna „eldi vatnafiska“ í 1. málsl. kemur: fiskeldi.
 2. Í stað orðsins „ellefu“ í 3. málsl. kemur: tólf.
 3. Í stað orðanna „og sjávarútvegsráðuneyti“ í 3. málsl. kemur: Hafrannsóknastofnuninni og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
 4. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sker atkvæði formanns úr ef ágreiningur verður í nefndinni.


II. KAFLI
Breytingar á lögum nr. 59/2006, um Veiðimálastofnun, með síðari breytingum.

3. gr.

     Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 1. gr. laganna kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

4. gr.

     Við 5. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Veiðimálastofnun er heimilt að eiga aðild að rannsóknar- og þróunarfyrirtækjum, sem eru hlutafélög eða önnur félög með takmarkaðri ábyrgð, er þróa hugmyndir og hagnýta rannsóknar- og þróunarverkefni sem stofnunin vinnur að hverju sinni.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða I við lögin:
 1. Í stað orðanna „eldi vatnafiska“ í 1. málsl. kemur: fiskeldi.
 2. Í stað orðsins „ellefu“ í 3. málsl. kemur: tólf.
 3. Í stað orðsins „landbúnaðarráðherra“ í 3. og 4. málsl. kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 4. Í stað orðanna „og sjávarútvegsráðuneyti“ í 3. málsl. kemur: Hafrannsóknastofnuninni og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
 5. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sker atkvæði formanns úr ef ágreiningur verður í nefndinni.


III. KAFLI
Breytingar á lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum, með síðari breytingum.

6. gr.

     Í stað orðanna „laga um eldi vatnafiska og laga um eldi nytjastofna sjávar“ í 2. málsl. 2. gr. laganna kemur: og laga um fiskeldi.

7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða við lögin:
 1. Í stað orðanna „eldi vatnafiska“ í 1. málsl. kemur: fiskeldi.
 2. Í stað orðsins „ellefu“ í 3. málsl. kemur: tólf.
 3. Í stað orðanna „og sjávarútvegsráðuneyti“ í 3. málsl. kemur: Hafrannsóknastofnuninni og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
 4. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sker atkvæði formanns úr ef ágreiningur verður í nefndinni.


IV. KAFLI
Breytingar á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
 1. 1. mgr. orðast svo:
 2.      Framkvæmd stjórnsýslu og eftirlits samkvæmt lögum þessum skal vera á sérstöku sviði Fiskistofu sem nefnist lax- og silungsveiðisvið. Fiskistofustjóri ræður sviðsstjóra til að stýra því sviði. Skal hann hafa háskólapróf sem nýtist honum í starfi og heyra undir fiskistofustjóra.
 3. Í stað orðsins „Matvælastofnun“ í 3. mgr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í lögunum kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Fiskistofa.
 4. Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Lax- og silungsveiðisvið.


9. gr.

     Við lögin bætist ný grein, 4. gr. a, og orðast svo ásamt fyrirsögn:
Veiðieftirlitsmenn.
     Fiskistofa skipar eftirlitsmenn með veiði samkvæmt lögum þessum þar sem þurfa þykir enda æski þess veiðifélag eða veiðiréttarhafar, þar sem veiðifélag hefur ekki verið stofnað, og greiði kostnað af eftirlitinu. Á sama hátt skipar Fiskistofa eftirlitsmann með klaköflun þar sem þurfa þykir og greiðir viðkomandi klakleyfishafi kostnað sem af þessu leiðir.
     Fiskistofu er heimilt að skipa eftirlitsmenn með því að bann við laxveiðum í sjó sé virt. Kostnaður við störf þeirra greiðist úr ríkissjóði.
     Eftirlitsmenn skulu hafa nákvæmar gætur á því að veiði í umdæmi þeirra sé stunduð með löglegum hætti. Þeir safna skýrslum, m.a. skulu þeir gera skrár um veiðivélar, lagnir og drætti í umdæmum sínum og sjá um merkingu veiðarfæra. Nánari fyrirmæli um starfsemi eftirlitsmanna setur Fiskistofa í erindisbréfi.
     Eftirlitsmenn skulu eiga frjálsa för um veiðivatn, meðfram því og um netlög í sjó eftir því sem þörf krefur. Þeir hafa vald til að taka upp ólögleg veiðitæki eða veiðitæki sem notuð eru á óleyfilegum tíma eða óleyfilegum stað.

10. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
 1. 2. mgr. orðast svo:
 2.      Veiðimálastofnun safnar veiðiskýrslum í samræmdu formi sem stofnunin útbýr og leggur til í umboði Fiskistofu. Veiðiskýrslur teljast opinber gögn og almennar upplýsingar úr veiðiskýrslum skulu jafnframt vera aðgengilegar almenningi sem og öðrum rannsóknar- og ráðgjafaraðilum samkvæmt ákvörðun Fiskistofu.
 3. 2. málsl. 3. mgr. fellur brott.


11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða I við lögin:
 1. Í stað orðanna „eldi vatnafiska“ í 1. málsl. kemur: fiskeldi.
 2. Í stað orðsins „ellefu“ í 3. málsl. kemur: tólf.
 3. Í stað orðanna „og sjávarútvegsráðuneyti“ í 3. málsl. kemur: Hafrannsóknastofnuninni og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
 4. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sker atkvæði formanns úr ef ágreiningur verður í nefndinni.


V. KAFLI
Breytingar á lögum nr. 80/2005, um Matvælastofnun, með síðari breytingum.

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Orðin „lögum nr. 33/2002, um eldi nytjastofna sjávar“ í a-lið falla brott.
 2. J-liður fellur brott.


13. gr.

     5. gr. laganna fellur brott.

VI. KAFLI
Breytingar á lögum nr. 36/1992, um Fiskistofu, með síðari breytingum.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „sjávarútvegsmála“ í 1. málsl. kemur: lax- og silungsveiði, fiskræktar, fiskeldis o.fl.
 2. Í stað orðsins „sjávarútvegsráðherra“ í 2. málsl. kemur: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.


15. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Við bætist nýr málsliður sem verður 2. málsl., svohljóðandi: Einnig skal Fiskistofa annast stjórnsýslu og eftirlit samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði, lögum um fiskrækt o.fl.
 2. Á eftir orðinu „sjávarútvegsmála“ í 2. málsl., er verður 3. málsl., kemur: lax- og silungsveiði, fiskræktar, fiskeldis o.fl.


16. gr.

     Í stað orðsins „Sjávarútvegsráðherra“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

VII. KAFLI
Gildistaka.

17. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2008.

Ákvæði til bráðabirgða.
I.
     Við flutning á málefnum frá Matvælastofnun til Fiskistofu samkvæmt lögum þessum skulu starfsmönnum sem starfa við verkefni sem flutt eru frá Matvælastofnun samkvæmt lögum þessum boðin störf hjá Fiskistofu. Við ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði þarf ekki að gæta 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum.

II.
     Við gildistöku þessara laga skulu renna til Fiskistofu eignir sem runnu til Matvælastofnunar frá embætti veiðimálastjóra skv. 6. gr. laga nr. 80/2005, um Matvælastofnun, með síðari breytingum.

Samþykkt á Alþingi 30. maí 2008.