Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 111, 136. löggjafarþing 23. mál: vatnalög (frestun gildistöku laganna).
Lög nr. 127 31. október 2008.

Lög um breytingu á vatnalögum, nr. 20/2006, og endurskoðun þeirra.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2010.
  3. Í stað ártalsins „2009“ í lokamálslið 4. mgr. kemur: 2011.


2. gr.

     Iðnaðarráðherra skal í samráði við umhverfisráðherra og forsætisráðherra skipa nefnd sem falið verði að endurskoða ákvæði laganna. Skal nefndin hafa til hliðsjónar tillögur vatnalaganefndar.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

4. gr.

     Við gildistöku laga þessara verður eftirfarandi breyting á lögum nr. 31/2007, um breytingu á lögum nr. 91/2002, um varnir gegn landbroti: Í stað „1. nóvember 2008“ í 1. mgr. 2. gr. kemur: 1. júlí 2010.

Samþykkt á Alþingi 28. október 2008.