Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1306, 138. löggjafarþing 558. mál: starfskjör launafólks og skyldutrygging lífeyrisréttinda (greiðsluskylda vegna fræðslusjóða).
Lög nr. 76 23. júní 2010.

Lög um breytingu á lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir orðunum „skylt að greiða í“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: fræðslusjóði atvinnulífsins sem og.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. júní 2010.