Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1314, 139. löggjafarþing 300. mál: tekjuskattur (sjúkdómatryggingar).
Lög nr. 37 20. apríl 2011.

Lög um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum (sjúkdómatryggingar).


1. gr.

     Á eftir orðinu „líftryggingarfjár“ í 2. tölul. 28. gr. laganna kemur: vátryggingabóta vegna sjúkdómatrygginga.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Hafi skattlagning átt sér stað vegna útgreiðslu sjúkdómatrygginga sem keyptar hafa verið við gildistöku laga þessara er ríkisskattstjóra heimil endurupptaka, sbr. 3. mgr. 101. gr. laganna.

Samþykkt á Alþingi 14. apríl 2011.