Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1790, 139. löggjafarþing 824. mál: ráðstafanir í ríkisfjármálum (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 73 21. júní 2011.

Lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum (í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

1. gr.

     Í stað 3. málsl. 1. mgr. 11. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Hjá þeim skattaðilum sem er skylt að reikna sér endurgjald skv. 2. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. skal telja til tekna 50% af heimilum úthlutuðum arði samkvæmt lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög, að því marki sem heimil arðsúthlutun félagsins er samtals umfram 20% af skattalega bókfærðu eigin fé þess í árslok viðmiðunarárs, og skattleggja í samræmi við 5. mgr. 66. gr. Þannig ákvarðaðar tekjur mynda hvorki stofn til tryggingagjalds né lífeyrisiðgjalds né teljast til frádráttarbærs rekstrarkostnaðar hjá greiðanda.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. laganna:
 1. 6. og 7. málsl. 9. tölul. falla brott.
 2. 3. mgr. 9. tölul. a fellur brott.


3. gr.

     4. mgr. 58. gr. laganna orðast svo:
     Ákvæði 1. og 2. mgr. skulu gilda um starf á vegum lögaðila eftir því sem við getur átt, enda vinni maður við atvinnurekstur lögaðila þar sem hann, maki hans, barn eða nákomnir ættingjar hafa ráðandi stöðu vegna eignar- eða stjórnunaraðildar, þó ekki ef um er að ræða starf á vegum lögaðila sem skráður er á opinberum verðbréfamarkaði. Maður telst hafa ráðandi stöðu í þessu sambandi ef hann einn eða ásamt maka, börnum, foreldrum, systkinum eða öðrum nákomnum ættingjum á samtals 50% hlut eða meira í lögaðila enda eigi hver um sig a.m.k. 20% hlut í þeim lögaðila. Ákvæði 1. og 2. málsl. skulu einnig gilda um starfandi hluthafa sem ekki eru tengdir fjölskylduböndum.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 66. gr. laganna:
 1. Á eftir „1.–3. tölul.“ í 6. og 7. tölul. 1. mgr. kemur: og 5. mgr.
 2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 3.      Tekjuskattshlutfall á þann hluta úthlutaðs arðs sem telst vera laun skv. 3. málsl. 1. mgr. 11. gr. skal vera skv. 2. tölul. 1. mgr. þessarar greinar. Þessar tekjur skulu þó ekki vera meðtaldar þegar reiknuð er millifærsla milli skattþrepa skv. 4. tölul. 1. mgr.


5. gr.

     Á eftir 1. málsl. 1. mgr. A-liðar 67. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Persónuafsláttur skal í upphafi hvers árs taka breytingu í réttu hlutfalli við mismun á vísitölu neysluverðs við upphaf og lok næstliðins tólf mánaða tímabils.

6. gr.

     3. mgr. 101. gr. laganna orðast svo:
     Ríkisskattstjóra er heimilt að eigin frumkvæði eða samkvæmt beiðni að leiðrétta álagningu á skattaðila ef yfirskattanefnd eða dómstólar hafa í hliðstæðu máli hnekkt skattframkvæmd sem skattskil eða ákvörðun skattstjóra eða ríkisskattstjóra var byggð á. Sama á við sé beinlínis kveðið svo á um í lögum að fallið sé frá fyrri skattframkvæmd. Breyting af þessu tilefni getur tekið til skattstofns eða skatts frá og með því tekjuári sem um var fjallað í máli því sem hliðstætt er talið, þó lengst sex ár aftur í tímann, talið frá því ári þegar úrskurður eða dómur var kveðinn upp. Sama viðmiðun gildir frá og með gildistöku viðkomandi lagaákvæðis. Beiðni um endurupptöku skal borin fram innan eins árs frá því að skattaðila var eða mátti vera kunnugt um tilefni hennar. Skattaðila er heimilt að kæra breytingar til yfirskattanefndar, sbr. lög nr. 30/1992, svo og má bera synjun um breytingu á skattákvörðun samkvæmt þessari málsgrein undir yfirskattanefnd.

7. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði til bráðabirgða XXXIII og XXXIX skal haga álagningu auðlegðarskatts við álagningu opinberra gjalda á árunum 2012 og 2013 með eftirfarandi hætti: Á framtalsskyldar eignir skv. 72. gr. í lok ársins 2011 skal við álagningu 2012 leggja auðlegðarskatt sem hér segir á menn sem eru skattskyldir skv. 1. gr. og 4.–9. tölul. 3. gr.:
 1. Frá eignum, sbr. 73. gr., skal draga skuldir skattaðila. Með skuldum í þessu sambandi teljast áfallnar verðbætur á höfuðstól þeirra sem miðast við vísitölu í janúar á næsta ári eftir lok reikningsárs. Skuldir í erlendum verðmæli skal telja á sölugengi í árslok. Til skulda teljast öll opinber gjöld er varða viðkomandi reikningsár, þó ekki þau gjöld sem eru lögð á tekjur eða hreina eign á næsta ári eftir lok reikningsárs. Frá eignum aðila sem um ræðir í 4. tölul. 3. gr. má einungis draga skuldir sem beint eru tengdar starfsemi þeirra hér á landi. Frá eignum aðila sem um ræðir í 5.–9. tölul. 3. gr. má einungis draga skuldir sem á eignum þessum hvíla.
 2. Þrátt fyrir ákvæði 5. tölul. 73. gr. skulu lögaðilar telja fram hlutdeild sína í öðrum félögum á markaðsverði ef um er að ræða félög sem eru skráð í kauphöll eða á skipulögðum tilboðsmarkaði en annars hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi félags í stað nafnverðs. Þá skulu lögaðilar telja fram eignarhlutdeild sína í félögum skv. 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. á sama hátt.
 3.      Við ákvörðun auðlegðarskattsstofns skal telja hlutabréf í félögum sem eru skráð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði fram á markaðsvirði í árslok. Sá sem á hlut í félagi sem ekki er skráð í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði skal telja fram til auðlegðarskattsstofns hlutdeild sína í skattalegu bókfærðu eigin fé félagsins eins og það er talið fram í skattframtali félagsins fyrir rekstrarárið 2010 skv. 1. mgr. þessa stafliðar.
 4. Auðlegðarskattsstofn er þær eignir sem eftir verða þegar frá verðmæti eigna skv. 73. gr., sbr. a- og b-lið, hafa verið dregnar fjárhæðir skulda svo sem þær hafa verið ákvarðaðar í samræmi við fyrrnefnt ákvæði a-liðar. Auðlegðarskattsstofn skal ákvarða í heilum tugum króna og sleppa því sem umfram er.
 5. Auðlegðarskatt skal miða við auðlegðarskattsstofn skattaðila í árslok.
 6. Hjón sem samvistum eru, sbr. 5. gr., skulu telja saman allar eignir sínar og skuldir og skiptir ekki máli þótt um sé að ræða séreign eða skuldir tengdar henni. Auðlegðarskattsstofni skal skipta að jöfnu milli þeirra og reikna auðlegðarskatt af hvorum helmingi fyrir sig skv. h-lið. Sama gildir um sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr. Auðlegðarskattsálagningu eftirlifandi maka eða sambúðaraðila, sbr. 3. mgr. 62. gr., sem situr í óskiptu búi skal hagað á sama hátt og um hjón væri að ræða í mest fimm ár frá andlátsári hins látna, þó ekki fram yfir gildistíma þessa ákvæðis, enda hafi viðkomandi ekki hafið sambúð að nýju.
 7. Heimilt er ríkisskattstjóra að taka til greina umsókn manns um lækkun auðlegðarskattsstofns hans þegar svo stendur á sem í 1. tölul. 1. mgr. 65. gr. greinir, enda hafi gjaldþol mannsins skerst verulega af þeim ástæðum.
 8. Eignir barns, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, sbr. 6. gr., teljast með eignum foreldra eða hjá þeim manni sem nýtur barnabóta vegna barnsins, sbr. A-lið 68. gr. Gilda ákvæði 78. gr. einnig um þar greindar eignir barns. Ríkisskattstjóri má taka til greina umsókn framfæranda barns um að eignir barns, sem misst hefur annað foreldri sitt eða bæði og hefur ekki verið ættleitt, skuli skattlagðar hjá barninu sjálfu í samræmi við ákvæði h-liðar.
 9. Auðlegðarskattur manna reiknast þannig: Af fyrstu 75.000.000 kr. af auðlegðarskattsstofni einstaklings og fyrstu 100.000.000 kr. af samanlögðum auðlegðarskattsstofni hjóna greiðist enginn skattur. Af auðlegðarskattsstofni yfir þeim mörkum greiðast 1,5%.
 10. Allir þeir sem hafa auðlegðarskattsstofn sem er umfram þær fjárhæðir sem tilgreindar eru í h-lið skulu gera grein fyrir honum í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
 11. Endurreikningur auðlegðarskattsstofns og álagning auðlegðarskatts á árinu 2013 fellur niður.


II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 6. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „léttvíni“ í a-lið 5. tölul. kemur: og 6 lítra af öli.
 2. Á eftir orðinu „léttvíni“ í b-lið 5. tölul. kemur: og 6 lítra af öli.
 3. Í stað tölunnar „6“ í c-lið 5. tölul. kemur: 9.
 4. Á eftir orðinu „öli“ í c-lið 5. tölul. kemur: eða.
 5. Á eftir c-lið 5. tölul. kemur nýr stafliður, svohljóðandi: 12 lítra af öli.
 6. Á eftir orðinu „léttvíni“ í a-lið 1. mgr. 7. tölul. kemur: og 6 lítra af öli.
 7. Á eftir orðinu „áfengi“ í b-lið 1. mgr. 7. tölul. kemur: og 9 lítra af öli.
 8. Í stað tölunnar „6“ í b-lið 1. mgr. 7. tölul. kemur: 9.
 9. A-liður 2. mgr. 7. tölul. orðast svo: 0,5 lítra af sterku áfengi og 0,75 lítra af léttvíni og 3 lítra af öli, eða.
 10. B-liður 2. mgr. 7. tölul. orðast svo: 0,5 lítra af sterku áfengi og 6 lítra af öli eða 0,75 lítra af léttvíni og 6 lítra af öli.


III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki, með síðari breytingum.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
 1. Á eftir orðunum „neðangreind hlutföll“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: af styrkhæfum kostnaði.
 2. 1.–3. tölul. 2. mgr. orðast svo:
  1. Þegar um lítil fyrirtæki er að ræða getur samanlagður styrkur orðið hæstur 70% af heildarupphæð styrkhæfs kostnaðar vegna rannsóknarverkefnis eða 80% í tilviki samstarfsverkefnis. Samanlagður styrkur vegna þróunarverkefnis getur hæstur orðið 45% af heildarupphæð styrkhæfs kostnaðar eða 60% í tilviki samstarfsverkefnis.
  2. Þegar um meðalstór fyrirtæki er að ræða getur samanlagður styrkur orðið hæstur 60% af heildarupphæð styrkhæfs kostnaðar vegna rannsóknarverkefnis eða 75% í tilviki samstarfsverkefnis. Samanlagður styrkur vegna þróunarverkefnis getur hæstur orðið 35% af heildarupphæð styrkhæfs kostnaðar eða 50% í tilviki samstarfsverkefnis.
  3. Þegar um stór fyrirtæki er að ræða getur samanlagður styrkur orðið hæstur 50% af heildarupphæð styrkhæfs kostnaðar vegna rannsóknarverkefnis eða 65% í tilviki samstarfsverkefnis enda sé um að ræða samstarfsverkefni milli landa á Evrópska efnahagssvæðinu eða með a.m.k. einu litlu eða meðalstóru fyrirtæki. Samanlagður styrkur vegna þróunarverkefnis getur hæstur orðið 25% af heildarupphæð styrkhæfs kostnaðar eða 40% í tilviki samstarfsverkefnis enda sé um að ræða samstarfsverkefni milli landa á Evrópska efnahagssvæðinu eða með a.m.k. einu litlu eða meðalstóru fyrirtæki.


10. gr.

     Við 17. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Lögin falla úr gildi 31. desember 2014. Stuðningur sem samþykktur hefur verið fyrir það tímamark heldur þó gildi sínu.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 155/2010, um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki.

11. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Við álagningu opinberra gjalda árið 2012 skal til viðbótar við sérstakan skatt samkvæmt lögunum greiða 0,0875% af skattstofni eins og hann er ákvarðaður í 3. gr. Gjalddagi viðbótarskattsins er 1. nóvember 2012. Greiða skal fyrir fram upp í álagðan viðbótarskatt 1. nóvember 2011 og miðast sú greiðsla við skattstofn eins og hann var í árslok 2010 miðað við skatthlutfall samkvæmt ákvæði þessu.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.

12. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. málsl. 2. mgr. 20. gr. skulu lífeyrissjóðir, þ.m.t. lífeyrissjóðir sem starfa samkvæmt sérlögum og staðfestri reglugerð, sbr. 54. gr., greiða sem samsvarar 0,13% af samanlögðum iðgjaldsstofni, sbr. 1. mgr. 3. gr., allra sjóðfélaga til starfsendurhæfingar sjóðfélaga til VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs sem starfar á vegum aðila vinnumarkaðarins. Fyrsta greiðsla er reiknuð af iðgjaldsstofni janúarmánaðar 2012. Gjalddagi skal vera tíundi dagur næsta mánaðar eftir að launagreiðandi hefur staðið skil á lífeyrisiðgjaldi skv. 2. mgr. 7. gr. Eindagi skal vera síðasti dagur sama mánaðar og gjaldið fellur í gjalddaga.
     Iðgjald launagreiðanda, þ.m.t. þeirra sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi, til VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs skal vera 0,13% af iðgjaldsstofni skv. 1. mgr. 3. gr. og skal reiknast í fyrsta sinn af iðgjaldsstofni septembermánaðar 2011. Iðgjaldið veitir réttindi til þjónustu VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs. Launagreiðanda skv. 1. málsl. er skylt að standa skil á iðgjaldinu til viðkomandi lífeyrissjóðs með sama hætti og gildir um lífeyrisiðgjald, sbr. 2. mgr. 7. gr. Lífeyrissjóðir ráðstafa iðgjaldinu til VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs og skal fara eftir þeim ákvæðum sem almennt gilda í þeim innheimtusamningum sem gerðir hafa verið milli aðila.
     Ráðherra velferðarmála og ráðherra lífeyrismála skulu skipa samráðsnefnd aðila vinnumarkaðarins, stjórnvalda og Landssamtaka lífeyrissjóða til að koma fram með nánari tillögur um skipulag og samhæfingu starfsendurhæfingarmála fyrir 1. nóvember 2011 þar sem miðað verði við jafna kostnaðarskiptingu í þrjá hluta. Þá skal nefndin fyrir sama tímamark leggja fram tillögur að skýrum lagaramma eða umgjörð Starfsendurhæfingarsjóðs, m.a. varðandi greiðsluskyldu, ábyrgð og eftirlit. Samráð skal haft við skattyfirvöld við útfærsluna.

VI. KAFLI
Gildistaka.

13. gr.

     Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda eins og hér segir:
     Ákvæði 2. og 5. gr. öðlast gildi 1. janúar 2012.
     Ákvæði 1., 3. og 4. gr. öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2011 og á staðgreiðsluárinu 2010 eftir því sem við á.
     Ákvæði 6. gr. og 8.–11. gr. öðlast þegar gildi.
     Ákvæði 7. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda árið 2012.
     Ákvæði 12. gr. öðlast þegar gildi og gildir til 1. janúar 2012.

Samþykkt á Alþingi 11. júní 2011.