Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1774, 139. löggjafarþing 697. mál: þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins (breyting ýmissa laga, EES-reglur).
Lög nr. 77 21. júní 2011.

Lög um breytingar á ýmsum lögum vegna þjónustuviðskipta á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, með síðari breytingum.

1. gr.

     Við a-lið 1. mgr. 8. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkisborgarar og lögaðilar annarra ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins og aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, svo og Færeyingar og lögaðilar í Færeyjum, eru undanþegnir búsetuskilyrðinu.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 28/1998, um verslunaratvinnu, með síðari breytingum.

2. gr.

     1. mgr. 12. gr. laganna orðast svo:
     Hver sá sem vill reka verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki skal hafa til þess leyfi sýslumanns. Efnahags- og viðskiptaráðherra er heimilt að ákveða að leyfisveitingar verði á hendi eins sýslumanns.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
  1. Orðin „skal veitt til fimm ára í senn og“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
  2. Við 1. tölul. 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skilyrðið um búsetu á þó ekki við um ríkisborgara og lögaðila annarra aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyinga og lögaðila í Færeyjum.
  3. Í stað orðanna „viðurkenndu vátryggingafélagi“ í 5. tölul. 1. mgr. kemur: vátryggingafélagi sem hefur heimild til að veita þjónustu á Íslandi.
  4. 2. mgr. orðast svo:
  5.      Ef lögaðili á í hlut skulu allir stjórnarmenn fullnægja skilyrðum 1.–4. tölul. 1. mgr.


4. gr.

     2. mgr. 19. gr. laganna orðast svo:
     Sýslumaður heldur skrá yfir þá sem hafa leyfi til starfsemi samkvæmt þessum kafla. Efnahags- og viðskiptaráðherra er heimilt að ákveða að skráning leyfa sé á hendi eins sýslumanns.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 20. gr. laganna:
  1. Orðin „í umdæmi því þar sem uppboð skal haldið hverju sinni“ í 1. málsl. falla brott.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Efnahags- og viðskiptaráðherra er heimilt að ákveða að leyfisveitingar verði á hendi eins sýslumanns.


6. gr.

     Orðin „í umdæmi sínu“ í 5. mgr. 23. gr. laganna falla brott.

III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 146/1996, um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga, með síðari breytingum.

7. gr.

     Orðið „tímabundna“ í 10. tölul. 2. mgr. 13. gr. laganna fellur brott.

8. gr.

     Í stað orðanna „verður að“ í 1. málsl. 13. gr. a, 1. málsl. 13. gr. b, 1. málsl. 1. mgr. 13. gr. c og 1. málsl. 1. mgr. 13. gr. d laganna kemur: skal; við 4. tölul. 13. gr. a, 4. tölul. 13. gr. b, 4. tölul. 1. mgr. 13. gr. c og 4. tölul. 1. mgr. 13. gr. d bætist: eða; og við 13. gr. a, 13. gr. b, 1. mgr. 13. gr. c og 1. mgr. 13. gr. d bætist nýr töluliður, svohljóðandi: ekki hafa verið sviptur löggildingu Brunamálastofnunar til rafvirkjunarstarfa síðustu tólf mánuði.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 145/1994, um bókhald, með síðari breytingum.

9. gr.

     1. tölul. 2. mgr. 43. gr. laganna orðast svo: Vera búsettur hér á landi. Skilyrðið um búsetu á þó ekki við um ríkisborgara annarra aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyinga.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 79/2008, um endurskoðendur, með síðari breytingum.

10. gr.

     Í stað orðsins „starfsleyfi“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: heimild til að veita þjónustu.

VI. KAFLI
Breyting á húsaleigulögum, nr. 36/1994, með síðari breytingum.

11. gr.

     1. tölul. 1. mgr. 74. gr. laganna fellur brott.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 64/2000, um bílaleigur, með síðari breytingum.

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
  1. Við 1. tölul. 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skilyrðið um búsetu á þó ekki við um ríkisborgara annarra aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins, aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyinga.
  2. Í stað orðanna „viðurkenndu vátryggingafélagi“ í 2. mgr. kemur: vátryggingafélagi sem hefur heimild til að veita þjónustu á Íslandi.


VIII. KAFLI
Breyting á vopnalögum, nr. 16/1998.

13. gr.

     Við 1. mgr. 12. gr., 1. mgr. 26. gr. og 1. mgr. 27. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ef umsækjandi er ríkisborgari eða lögaðili annars ríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins eða aðildarríkis stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu skal umsókn um leyfi beint til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Hið sama gildir um ríkisborgara Færeyja og lögaðila þar í landi.

IX. KAFLI
Gildistaka.

14. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 10. júní 2011.