Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1977, 139. löggjafarþing 898. mál: virðisaukaskattur o.fl. (rafræn útgáfa).
Lög nr. 121 27. september 2011.

Lög um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, lögum nr. 97/1987, um vörugjald, og tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 14. gr. laganna:
 1. 6. tölul. orðast svo: Sala bóka, jafnt frumsaminna sem þýddra, þ.m.t. nótnabóka með og án texta, sem og hljóðupptökur af lestri slíkra bóka. Sama gildir um sölu á geisladiskum og öðrum sambærilegum miðlum með bókartexta, sem og sölu á rafrænum útgáfum slíkra bóka.
 2. Við 10. tölul. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um sölu á rafrænni útgáfu á tónlist án myndar.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:
 1. Við 1. mgr. bætast fjórir nýir málsliðir, svohljóðandi: Þó skal aðili með heimilisfesti eða fasta starfsstöð erlendis sem selur rafrænt afhenta þjónustu skv. d-lið 10. tölul. 1. mgr. 12. gr. til aðila sem er ekki skráður skv. 5. gr. og er heimilisfastur eða með fasta starfsstöð hér á landi innheimta og skila virðisaukaskatti af þeirri þjónustu hér á landi. Þjónusta þessi telst ávallt nýtt þar sem kaupandi þjónustunnar hefur búsetu eða starfsstöð. Seljandi skal ótilkvaddur tilkynna starfsemi sína rafrænt á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Aðilar sem selja rafrænt afhenta þjónustu fyrir 1.000.000 kr. eða minna á hverju 12 mánaða tímabili skulu undanþegnir skattskyldu.
 2. Í stað orðsins „Kaupandi“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: Aðili.


II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 97/1987, um vörugjald.

3. gr.

     Eftirfarandi tollskrárnúmer bætast við E-lið viðauka I við lögin: 8519.8190 og 8519.8990.

III. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 85. kafla tollskrár í viðauka I við lögin:
 1.      A E
 2.      % %
 3. Í stað tollskrárnúmeranna 8519.8100 og 8519.8900 koma fjögur ný tollskrárnúmer ásamt fyrirsögnum og tolltöxtum, svohljóðandi:
  1. – – Sem nota segul-, ljós- eða hálfleiðaramiðlara:
 4. 8519.8110 – – – Sem geta gengið án ytri orkugjafa og eru tengjanleg við gagnavinnsluvélar     0
 5. 8519.8190 – – – Önnur     7,5 0
  1. – – Annars:
 6. 8519.8910 – – – Sem eru með innbyggðri geymslueiningu, geta gengið án ytri orkugjafa og eru tengjanleg við gagnavinnsluvélar     0
 7. 8519.8990 – – – Önnur     7,5 0
 8. Við vöruliðinn 8521 bætist nýtt tollskrárnúmer og tolltaxti, svohljóðandi:
 9. 8521.9023 – – – Tæki sem geta gengið án ytri orkugjafa og eru tengjanleg þráðlaust við netkerfi     0
 10. Við vöruliðinn 8543 bætist nýtt tollskrárnúmer og tolltaxti, svohljóðandi:
 11. 8543.7003 – – Tæki til lesturs rafbóka sem geta gengið án ytri orkugjafa og eru tengjanleg þráðlaust við netkerfi     0


5. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. nóvember 2011.

Samþykkt á Alþingi 17. september 2011.