Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1410, 140. löggjafarþing 267. mál: nálgunarbann og brottvísun af heimili (kæruheimild).
Lög nr. 39 7. júní 2012.

Lög um breytingu á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili, nr. 85/2011 (kæruheimild).


1. gr.

     Við 15. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Kæra má til æðri dóms úrskurð dómara um hvort lagt verði á nálgunarbann eða um brottvísun af heimili, svo og úrskurð sem gengur í máli um slíka kröfu, ef hann getur sætt kæru eftir almennum reglum 1. mgr. 192. gr. laga um meðferð sakamála. Um kæru gilda sömu reglur og um kæru úrskurðar héraðsdómara samkvæmt lögum um meðferð sakamála.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. maí 2012.