Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1498, 140. löggjafarþing 633. mál: tekjustofnar sveitarfélaga (hesthús).
Lög nr. 56 22. júní 2012.

Lög um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum (hesthús).


1. gr.

     Á eftir orðunum „tengd eru landbúnaði“ í a-lið 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: hesthús.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.
     Sveitarstjórn er heimilt að lækka álagningu fasteignaskatts á árinu 2012 á hesthús þannig að álagningarhlutfall þeirra eigna sé það sama og annarra fasteigna skv. a-lið 3. mgr. 3. gr.

Samþykkt á Alþingi 11. júní 2012.