Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1662, 140. löggjafarþing 852. mál: þingsköp Alþingis (starfstími, fjárlagafrumvarp, varamenn o.fl.).
Lög nr. 85 29. júní 2012.

Lög um breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, með síðari breytingum (starfstími, fjárlagafrumvarp, varamenn o.fl.).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
 1. Við 1. mgr. bætist: sbr. og 81. gr.
 2. Við 5. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Nefnd getur leitað úrskurðar forseta um skilning eða framkvæmd reglna sem settar hafa verið um störf nefnda.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „fjórar annir“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: þrjár annir.
 2. Orðin „1. október“ í 1. tölul. 2. mgr. falla brott.
 3. 4. tölul. 2. mgr. fellur brott.
 4. Í stað orðanna „starfa þingmanna í kjördæmum“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: annarra starfa þingmanna, svo sem starfa í kjördæmum.
 5. 6. mgr. fellur brott.


3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 13. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „og fjármálastarfsemi“ í 2. tölul. kemur: fjármálastarfsemi og lífeyrismál.
 2. Í stað orðsins „lífeyrismál“ í 1. málsl. 5. tölul. kemur: lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs.
 3. 2. málsl. 5. tölul. fellur brott.
 4. Í stað 2. málsl. 1. mgr. 8. tölul. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Enn fremur fjallar nefndin um ársskýrslu og tilkynningar umboðsmanns Alþingis, svo og um skýrslur Ríkisendurskoðunar. Meti nefndin það svo að einstakar skýrslur Ríkisendurskoðunar eigi eftir efni sínu fremur að fá athugun í annarri nefnd vísar hún þeim skýrslum þangað. Nefnd sem tekur þannig við skýrslu Ríkisendurskoðunar skilar þá áliti til þingsins eftir athugun sína á skýrslunni en um aðrar skýrslur fjallar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og skilar áliti um þær.


4. gr.

     Við 7. málsl. 1. mgr. 14. gr. laganna bætist: milli þingmanna.

5. gr.

     1. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna orðast svo: Formaður, eða varaformaður í forföllum hans, boðar til fundar í nefnd, ákveður dagskrá, sbr. þó 2. mgr., og stýrir fundum nefndarinnar.

6. gr.

     Við 16. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Mannaskipti í þingnefndum getur þingflokkur enn fremur haft eftir reglum 1. mgr. þótt þau varði þingmann sem hefur sagt sig úr þingflokknum enda séu þau gerð innan viku frá því að tilkynning um úrsögn úr þingflokki er tilkynnt og þingflokkurinn á hlutfallslega rétt til sætis í nefndinni, sbr. 14. gr.

7. gr.

     17. gr. laganna orðast svo:
     Um skyldu nefndarmanna til að sækja nefndarfund gilda almennar reglur um fundarsókn þingmanna, sbr. 65. gr. Forföll skulu tilkynnt formanni eða eftir atvikum ritara nefndarinnar.
     Varaþingmaður, sem tekur sæti á Alþingi í forföllum þingmanns, skal að jafnaði sitja í þeim nefndum sem aðalmaður var kjörinn í. Þingflokkur hans getur þó ákveðið aðra skipan og skal þá annaðhvort varamaður þingflokksins í nefndinni taka sæti aðalmanns um stundarsakir eða, ef þingflokkur ákveður svo, fylgja reglum 3. mgr. um staðgengil. Ákvæði þessarar málsgreinar gilda einnig við fráfall þingmanns eða afsögn.
     Í forföllum nefndarmanns og varamanns í nefndinni er þingflokki hans heimilt að tilnefna sem staðgengil annan þingmann sem varamann um stundarsakir til setu í nefnd og skal tilkynna formanni nefndar um það eða ritara nefndarinnar. Staðgengill nýtur allra sömu réttinda og aðrir nefndarmenn. Sé staðgengli ætluð seta í nefnd um ákveðinn tíma skal tilkynna um það á vefsvæði nefndarinnar.

8. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
 1. Á eftir orðinu „leita“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: um ákvörðun forseta.
 2. 4. mgr. fellur brott.


9. gr.

     Við 6. mgr. 19. gr. laganna bætist: frá fundunum.

10. gr.

     Við 23. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Við umfjöllun um þingmál sem vísað hefur verið til nefndar getur hún leitað umsagnar annarra fastanefnda um málið, annaðhvort um málið í heild eða um tiltekin atriði þess. Getur nefndin þá jafnframt ákveðið frest sem önnur nefnd eða aðrar nefndir hafa til að skila umsögn sinni. Skal prenta umsagnir annarra nefnda með nefndaráliti um þingmálið.
     Þegar nefnd hefur lokið umfjöllun um mál, sem ekki er þingmál skv. III. kafla né fellur undir mál skv. 26. eða 31. gr., getur hún gert þinginu grein fyrir athugun sinni með áliti á þingskjali. Í áliti nefndar má jafnframt gera tillögu til þingsályktunar, sbr. 5. mgr. 45. gr.

11. gr.

     Í stað orðsins „EES-mál“ í 2. mgr. 24. gr. laganna kemur: mál sem varða Evrópska efnahagssvæðið (EES-mál).

12. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
 1. 1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Til fjárlaganefndar skal, auk málefna sem talin eru í 13. gr., vísa frumvarpi til fjárlaga, fjáraukalaga og lokafjárlaga er 1. umræðu um þau er lokið.
 2. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 3.      Fjárlagafrumvarp fyrir næsta fjárlagaár skal leggja fram á fyrsta fundi haustþings, sbr. 42. gr. stjórnarskrárinnar. Frumvörp um breytingar á lögum sem útgjöld og tekjur frumvarpsins byggjast á skulu lögð fram samhliða fjárlagafrumvarpi.
 4. 2. mgr. orðast svo:
 5.      Stefnt skal að því að 3. umræðu um frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár skuli lokið eigi síðar en við lok fyrstu heilu viku desembermánaðar.
 6. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 7.      Áður en fjárlaganefnd afgreiðir tekjuhluta fjárlagafrumvarps á nefndin rétt á því að fjármálaráðuneytið leggi fyrir hana endurskoðaða tekjuáætlun næsta árs.
 8. Við 4. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Tillögunni skal vísa til fjárlaganefndar eftir fyrri umræðu. Nefndin getur leitað umsagnar annarra nefnda um einstök atriði tillögunnar eftir því sem hún ákveður hverju sinni og setur þá fresti til afgreiðslu umsagna annarra nefnda.


13. gr.

     Í stað orðsins „þingmannanefndar“ í 2. mgr. 35. gr. laganna kemur: þingmannanefnda.

14. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 37. gr. laganna:
 1. 1. málsl. 3. mgr. fellur brott.
 2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 3.      Með útbýtingu samkvæmt þessari grein, svo og 6. mgr. 45. gr., er átt við að þingmál hafi borist skrifstofu Alþingis fullbúið, annaðhvort prentað eða tilbúið til birtingar á vef þingsins.


15. gr.

     Á eftir orðinu „ríkisstjórnar“ í 1. málsl. 8. mgr. 45. gr. laganna kemur: auk yfirlits um framkvæmd þingsályktana sl. þrjú ár.

16. gr.

     Á eftir 46. gr. laganna kemur ný grein, svohljóðandi, og breytist töluröð annarra greina samkvæmt því:
     Eftirriti stefnuræðu forsætisráðherra við upphaf þings skal fylgja yfirlit um þau mál sem ríkisstjórn hyggst leggja fram á þinginu ásamt áætlun um hvenær þeim verður útbýtt. Yfirlitið skal birta í Alþingistíðindum.
     Ríkisstjórnin skal við upphaf vetrarþings afhenda forseta endurskoðaða áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi ásamt áætluðum útbýtingardegi, sbr. 1. mgr.
     Ráðherrar skulu að jafnaði á fyrstu vikum þings koma á fund þingnefnda er fjalla um málaflokka þeirra, sbr. 13. gr., og gera grein fyrir þeim þingmálum sem þeir hyggjast leggja fram á löggjafarþinginu, sbr. 1. mgr.

17. gr.

     4. mgr. 49. gr. laganna fellur brott.

18. gr.

     Við 2. mgr. 55. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Við framhald umræðunnar gilda að nýju ákvæði þingskapa um ræðutíma um skýrslur.

19. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 56. gr. laganna:
 1. Orðin „eða ráðherrum“ í 2. málsl. 3. mgr. falla brott.
 2. 4. mgr. orðast svo:
 3.      Á sérstökum þingfundi skal forseti taka á dagskrá fyrirspurnir er útbýtt hefur verið og ráðherra er tilbúinn að svara. Við það skal miða að ráðherra svari eigi síðar en tveimur vikum eftir að fyrirspurn er útbýtt.
 4. Í stað orðanna „að jafnaði fimm á hverjum fundi“ í 2. málsl. 7. mgr., sem verður ný grein á eftir 56. gr., kemur: að jafnaði eigi færri en þrír.


20. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 57. gr. laganna:
 1. 2. og 3. mgr. flytjast og verða ný grein á eftir 57. gr.
 2. 4. mgr. flyst og verður önnur ný grein á eftir 57. gr.


21. gr.

     3. mgr. 58. gr. laganna fellur brott.

22. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 60. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „tvær vikur nema þingið hafi áður verið rofið eða því frestað“ í 3. málsl. kemur: eina viku nema þingi hafi áður verið frestað eða þinghlé sé hafið samkvæmt starfsáætlun.
 2. Við 4. málsl. bætist: í a.m.k. fimm þingdaga.


23. gr.

     7. mgr. 62. gr. laganna flyst og verður ný grein á eftir 62. gr.

24. gr.

     2. mgr. 63. gr. laganna flyst og verður ný grein á eftir 63. gr.

25. gr.

     Í stað 2. málsl. 1. mgr. 70. gr. laganna koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Þó má ákveða dagskrá næsta fundar samkvæmt tillögu sem þingið samþykkir. Slíka dagskrártillögu má leggja fram meðan á fundi stendur og kemur hún til afgreiðslu í lok fundar eða fyrr á fundinum ef forseti ákveður svo. Sé þingfundur ekki ályktunarbær, sbr. 78. gr., er tillagan kemur til atkvæða skal greiða atkvæði um tillöguna við upphaf næsta fundar.

26. gr.

     82. gr. laganna, um útvarp umræðu, flyst og kemur á eftir 59. gr. í lok kaflans „Eftirlitsstörf Alþingis og almennar umræður“. Jafnframt fellur brott fyrirsögn og númer VII. kafla og breytast númer annarra kafla laganna samkvæmt því.

27. gr.

     Í stað orðsins „prenta“ í 1. mgr. og tvívegis í 2. mgr. 84. gr. laganna kemur: birta.

28. gr.

     Lög þessi öðlast gildi við upphaf næsta löggjafarþings, 141. þings, nema síðari málsliður b-liðar 12. gr. sem tekur gildi 1. september 2013. Tilvísanir í greinar, málsgreinar og málsliði í lögunum breytast í samræmi við ákvæði laga þessara.

29. gr.

Breytingar á öðrum lögum.
     Við gildistöku laga þessara breytast eftirfarandi ákvæði annarra laga sem hér segir:
 1. Lög um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945, með síðari breytingum: Orðið „sameinaðs“ í 13. gr. laganna fellur brott.
 2. Lög um landsdóm, nr. 3/1963, með síðari breytingum: Orðið „sameinuðu“ í b-lið 1. mgr. 2. gr., orðið „sameinaðs“ í 5., 9., 14. og 43. gr. og orðin „í sameinuðu þingi“ og orðið „sameinað“ í 13. gr. laganna falla brott.
 3. Lög um Grænlandssjóð, nr. 102/1980, með síðari breytingum: Orðin „í sameinuðu Alþingi“ í 6. gr. laganna falla brott.
 4. Lög um samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar, nr. 12/1982: Í stað orðanna „sameinaðs þings“ í 1. og 2. mgr. 2. gr. laganna kemur: Alþingis.
 5. Lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 94/1986, með síðari breytingum: Í stað orðanna „Forsetar Alþingis gera“ í 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: Forseti Alþingis gerir.
 6. Lög um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, nr. 88/1995, með síðari breytingum:
  1. Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
   1. Í stað orðsins „daga“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: þingdaga samkvæmt starfsáætlun.
   2. Í stað tilvísunarinnar „sbr. 2. mgr. 60. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: sbr. 2. mgr. 65. gr.
   3. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt er heimilt að greiða þingmanni, sem víkur af þingi um sinn en uppfyllir ekki skilyrði um lágmarksfjarveru skv. 1. málsl., þingfararkaup og aðrar fastar greiðslur fyrir þá daga sem hann kann að vera í opinberum erindum þann tíma sem fjarvera hans varir og varamaður hans á sæti á þinginu.
   4. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um nauðsynlega umönnun í alvarlegum veikindum eða eftir slys barns eða náins aðstandanda, samkvæmt nánari reglum sem forsætisnefnd setur.
  2. Við 12. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Varaþingmaður, sem fær leyfi frá starfi sínu meðan hann á sæti á Alþingi og fær greitt þingfararkaup, á rétt á greiðslu sem svarar ávinnslu orlofslauna í því starfi sem hann annars gegnir.
  4. Á eftir 13. gr. laganna kemur ný grein, 13. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
  5. Aðrar greiðslur.
        Í reglum forsætisnefndar um þingfararkostnað má kveða á um að ákvarðanir kjararáðs um almenn starfskjör þeirra sem undir ráðið falla skuli einnig gilda um alþingismenn eftir því sem við getur átt.


Samþykkt á Alþingi 19. júní 2012.