Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1239, 141. löggjafarþing 542. mál: virðisaukaskattur (gagnaver, EES-reglur).
Lög nr. 24 20. mars 2013.

Lög um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum (gagnaver).


1. gr.

     Orðin „sama gildir um sölu gagnavera á hvers kyns blandaðri þjónustu til kaupenda sem búsettir eru erlendis og hafa ekki fasta starfsstöð hér á landi“ í d-lið 10. tölul. 1. mgr. 12. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     42. gr. A laganna fellur brott.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. mgr. 43. gr. laganna:
  1. Við 1. málsl. bætist: eða innflutning á vörum.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fyrirtæki telst erlent í skilningi þessarar málsgreinar þegar aðili hefur hvorki búsetu né starfsstöð hér á landi.


4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 13. mars 2013.