Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1343, 141. löggjafarþing 478. mál: almenn hegningarlög (kynferðisbrot gegn börnum innan fjölskyldu).
Lög nr. 37 4. apríl 2013.

Lög um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, með síðari breytingum (kynferðisbrot gegn börnum í fjölskyldu- og öðrum trúnaðarsamböndum).


1. gr.

     Við 2. mgr. 81. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hið sama gildir um brot skv. 1. mgr. 202. gr.

2. gr.

     Í stað „202. gr.“ í 1. mgr. 82. gr. laganna kemur: 2.–4. mgr. 202. gr.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 200. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „yngra en 16 ára“ í 1. mgr. kemur: á aldrinum 15, 16 eða 17 ára.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Önnur kynferðisleg áreitni manns gagnvart barni sínu eða öðrum niðja en sú er greinir í 1. mgr. varðar allt að 4 ára fangelsi, enda sé barnið 15 ára eða eldra.


4. gr.

     201. gr. laganna orðast svo:
     Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn á aldrinum 15, 16 eða 17 ára sem er kjörbarn hans, stjúpbarn, fósturbarn, sambúðarbarn eða barn sem er tengt honum þannig fjölskylduböndum í beinan legg, eða barn sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, skal sæta fangelsi allt að 12 árum.
     Önnur kynferðisleg áreitni en sú sem greinir í 1. mgr. varðar fangelsi allt að 4 árum.

5. gr.

     Við 202. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Það skal virða til þyngingar refsingu skv. 1. og 2. mgr. ef tengsl geranda og barns eru með þeim hætti sem greinir í 1. mgr. 200. gr. eða 1. mgr. 201. gr., enda eigi síðari málsliður 1. mgr. þessarar greinar ekki við.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 26. mars 2013.