Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1386, 141. löggjafarþing 629. mál: tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda (skattlagning á lágskattasvæðum og starfsmannaleigur, EES-reglur).
Lög nr. 45 5. apríl 2013.

Lög um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda (skattlagning á lágskattasvæðum og starfsmannaleigur).


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 57. gr. a laganna:
  1. Á eftir orðinu „Tap“ í 3. málsl. 5. mgr. kemur: færist eingöngu á móti hagnaði félags, sjóðs eða stofnunar og.
  2. 7. mgr. orðast svo:
  3.      Ráðherra skal með reglugerð setja ákvæði um nánari framkvæmd þessarar greinar og meðal annars skilgreina hvað felst í hugtakinu raunveruleg atvinnustarfsemi o.fl.
  4. Orðið „erlends“ í fyrirsögn greinarinnar fellur brott.


II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum.

2. gr.

     Á eftir orðinu „staðfestu“ í 1. málsl. 4. mgr. 7. gr. laganna kemur: hér á landi eða.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 27. mars 2013.