Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 569, 143. löggjafarþing 109. mál: almenn hegningarlög (kynvitund).
Lög nr. 13 10. febrúar 2014.

Lög um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940, með síðari breytingum (mismunun á grundvelli kynvitundar og viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins um tölvubrot).


1. gr.

     Í stað orðanna „trúarbragða eða kynhneigðar“ í 1. mgr. 180. gr. laganna kemur: trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar.

2. gr.

     233. gr. a laganna orðast svo:
     Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu, svo sem með myndum eða táknum, vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, eða breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 29. janúar 2014.