Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1284, 143. löggjafarþing 608. mál: tekjuskattur (undanþága vegna vaxtagreiðslna af skuldabréfum ríkissjóðs).
Lög nr. 53 28. maí 2014.

Lög um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum (undanþága vegna vaxtagreiðslna af skuldabréfum ríkissjóðs).


1. gr.

     Á eftir orðunum „í eigin nafni“ í 2. málsl. 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: eða fyrir hönd ríkissjóðs.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.