Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1273, 143. löggjafarþing 166. mál: virðisaukaskattur (endurgreiðsla skatts vegna kaupa á varmatækjum).
Lög nr. 68 28. maí 2014.

Lög um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum (varmadælur).


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Heimilt er að endurgreiða virðisaukaskatt vegna kaupa á varmadælu til upphitunar íbúðarhúsnæðis.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði laga þessara falla úr gildi að liðnum fimm árum frá gildistöku þeirra.

Samþykkt á Alþingi 16. maí 2014.