Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 144, 147. löggjafarþing 111. mál: almenn hegningarlög (uppreist æru).
Lög nr. 80 28. september 2017.

Lög um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum (uppreist æru).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á IX. kafla laganna:
  1. Í stað orðanna „allra réttinda, sem fást með uppreist á æru“ í 2. mgr. 84. gr. laganna kemur: þeirra réttinda á ný.
  2. 85. gr. laganna fellur brott.
  3. Fyrirsögn kaflans verður: Fyrning sakar, brottfall viðurlaga o.fl.


2. gr.

     2. mgr. 238. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. B-liður 1. gr. gildir til 1. janúar 2019.

Samþykkt á Alþingi 27. september 2017.