Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 105, 148. löggjafarþing 8. mál: dómstólar o.fl. (setning og leyfi dómara, áfrýjun einkamála, lögmannsréttindi o.fl.).
Lög nr. 90 27. desember 2017.

Lög um breytingu á lögum um dómstóla og fleiri lögum (setning og leyfi dómara, áfrýjun einkamála, lögmannsréttindi o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum um dómstóla, nr. 50/2016, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 16. gr. laganna:
 1. Á eftir orðunum „einn dómari“ í 3. málsl. 1. mgr. kemur: eða þrír.
 2. Við 5. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Hæstiréttur getur falið forseta einum að ráða til lykta ýmsum minni háttar málum.


2. gr.

     Orðið „landsréttardómari“ í 7. tölul. 2. mgr. 21. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

     Í stað „og VI“ í 55. gr. laganna kemur: VI og VIII.

4. gr.

     Við ákvæði til bráðabirgða I í lögunum, sbr. 79. gr. laga nr. 117/2016, bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. setur ráðherra frá 1. janúar 2018 til 1. júlí 2019, eftir beiðni Hæstaréttar, dómara við réttinn ef dómari er forfallaður vegna veikinda eða hefur verið veitt leyfi frá störfum og skal setja dómara samkvæmt tillögu nefndar skv. III. kafla. Settur dómari skal þá koma úr röðum fyrrverandi dómara en sé það ekki unnt þá úr röðum annarra sem fullnægja skilyrðum til að hljóta skipun í embætti hæstaréttardómara, sbr. 2. og 3. mgr. 13. gr. Á sama tímabili setur ráðherra eftir tillögu forseta réttarins varadómara til að taka sæti í tilteknu máli þrátt fyrir að ekki sé fullnægt því skilyrði 1. mgr. 17. gr. að færri en fimm, eða eftir atvikum sjö, hæstaréttardómarar geti tekið þátt í meðferð máls vegna vanhæfis, leyfis eða annarra forfalla. Dómari sem hlýtur setningu skal fullnægja skilyrðum til að hljóta skipun í embætti hæstaréttardómara, sbr. 2. og 3. mgr. 13. gr. Heimilt er að setja dómara samkvæmt ákvæði þessu þótt hann hafi náð 70 ára aldri.

5. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Nú óskar skipaður dómari við Landsrétt leyfis frá störfum fyrir 1. janúar 2018 og getur ráðherra þá veitt slíkt leyfi til allt að þriggja mánaða ef sérstakar ástæður þykja til. Nú fær dómari við Landsrétt leyfi samkvæmt þessu ákvæði og verður annar dómari þá ekki settur í hans stað.

II. KAFLI
Breyting á lögum um breytingu á lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála, nr. 49/2016 (millidómstig), með síðari breytingum.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á e-lið 29. gr. laganna:
 1. Í stað orðanna „innan viku frá því að honum var tilkynnt um að Hæstiréttur veitti“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: ósk um.
 2. Orðin „ef hann kýs“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
 3. 3. mgr. orðast svo:
 4.      3. Nú afhendir sá er kærir eða óskar eftir kæruleyfi ekki kærumálsgögn til Hæstaréttar innan þess frests sem greinir í 2. mgr. og verður þá ekki frekar af máli.


7. gr.

     Orðin „fullnægt skilyrðum 2. mgr. 198. gr. og“ í 6. mgr. g-liðar 68. gr. laganna falla brott.

8. gr.

     Í stað 2. mgr. 78. gr. laganna, sbr. 76. gr. laga nr. 117/2016 og 4. gr. laga nr. 53/2017, koma þrjár nýjar málsgreinar, 2.–4. mgr., svohljóðandi:
     Nú hefur einkamáli verið áfrýjað til Hæstaréttar fyrir gildistöku laga þessara en það verður ekki þingfest, það fellur þar niður eða því er vísað þaðan frá dómi og verður því þá ekki áfrýjað aftur til réttarins eftir að lögin öðlast gildi nema eftir heimild í 175. gr. laga um meðferð einkamála. Að öðrum kosti fer um málið eftir 4. mgr. 153. gr. sömu laga.
     Nú er áfrýjunarfrestur í einkamáli eftir eldri lögum ekki liðinn við gildistöku laga þessara og er þá heimilt að áfrýja máli innan þess frests til Landsréttar eða Hæstaréttar eftir heimild í 175. gr. laga um meðferð einkamála.
     Nú hefur einn málsaðila áfrýjað héraðsdómi til Hæstaréttar fyrir 1. janúar 2018 og verður honum þá einungis áfrýjað, eða eftir atvikum gagnáfrýjað, af öðrum málsaðilum til Hæstaréttar. Gildir þá áfrýjunarfrestur samkvæmt eldri lögum.

III. KAFLI
Breyting á lögum um breytingu á ýmsum lögum vegna stofnunar millidómstigs, nr. 117/2016, með síðari breytingum.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 62. gr. laganna:
 1. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
 2.      Hafi lögmaður fyrir 1. janúar 2018 lokið a.m.k. einu prófmáli fyrir Hæstarétti er honum heimilt að ljúka öflun málflutningsréttinda fyrir Hæstarétti með flutningi prófmála eftir þeim reglum sem giltu fyrir það tímamark, enda sé um að ræða mál sem áfrýjað hefur verið til Hæstaréttar fyrir 1. janúar 2018. Lögmaður sem nýtir sér þessa heimild getur hvenær sem er ákveðið að um öflun réttinda hans fari eftir viðeigandi ákvæði 3.–5. mgr.
 3. Í stað orðanna „Hafi lögmaður 1. janúar 2018 lokið þremur prófmálum fyrir Hæstarétti“ í 2. mgr. kemur: Hafi lögmaður lokið þremur prófmálum fyrir Hæstarétti samkvæmt þeim reglum sem giltu fyrir 1. janúar 2018.
 4. Í stað orðanna „Hafi lögmaður 1. janúar 2018 lokið tveimur prófmálum fyrir Hæstarétti“ í 3. mgr. kemur: Hafi lögmaður lokið tveimur prófmálum fyrir Hæstarétti samkvæmt þeim reglum sem giltu fyrir 1. janúar 2018.
 5. Í stað orðanna „Hafi lögmaður 1. janúar 2018 lokið einu prófmáli fyrir Hæstarétti“ í 4. mgr. kemur: Hafi lögmaður lokið einu prófmáli fyrir Hæstarétti samkvæmt þeim reglum sem giltu fyrir 1. janúar 2018.


10. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 2017.