Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 272, 148. löggjafarþing 11. mál: tekjustofnar sveitarfélaga (fasteignasjóður).
Lög nr. 9 22. febrúar 2018.

Lög um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum (fasteignasjóður).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. a laganna:
  1. Í stað orðsins „málaflokksins“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: málaflokksins og framlagi í fasteignasjóð, sbr. 13. gr. b.
  2. Í stað orðanna „biðlista eftir þjónustu og breytingarkostnaðar“ í lokamálslið 2. mgr. kemur: og ákvörðun á framlagi sérdeildarinnar til fasteignasjóðs, sbr. 13. gr. b.
  3. 3. og 4. mgr. falla brott.


2. gr.

     Við lögin bætist ný grein, 13. gr. b, sem orðast svo:
     Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur það hlutverk að jafna aðstöðu sveitarfélaga við uppbyggingu eða breytingar á fasteignum sem nýttar eru í þjónustu við fatlað fólk með miklar og/eða sértækar stuðningsþarfir. Þá fer fasteignasjóðurinn með réttindi og skyldur er tengjast fasteignum í eigu ríkisins sem nýttar voru í þjónustu við fatlað fólk við yfirfærslu á málefnum fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga og er fasteignasjóði heimilt að leigja eða selja þær fasteignir.
     Tekjur fasteignasjóðs eru:
  1. Tekjur af sölu og leigu fasteigna.
  2. Tekjur af skuldabréfum í eigu sjóðsins vegna sölu á fasteignum.
  3. Vaxtatekjur.
  4. Framlag af tekjum Jöfnunarsjóðs vegna málefna fatlaðs fólks, sbr. 13. gr. a.

     Í samræmi við markmið fasteignasjóðs er Jöfnunarsjóði sveitarfélaga heimilt að úthluta úr fasteignasjóði framlögum til sveitarfélaga til uppbyggingar eða breytinga á fasteignum sem nýttar eru í þjónustu við fatlað fólk.
     Ráðherra setur í reglugerð nánari reglur um starfsemi fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs í samræmi við hlutverk sjóðsins að fenginni umsögn þess ráðherra er fer með málefni fatlaðs fólks, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, svo sem um skilyrði og fyrirkomulag úthlutunar framlaga skv. 3. mgr., hvernig leigufjárhæðir skulu ákveðnar og um rekstrarform, stjórnun, leigu og sölu fasteigna.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. febrúar 2018.