Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1146, 148. löggjafarþing 458. mál: almenn hegningarlög (mútubrot).
Lög nr. 66 19. júní 2018.

Lög um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum (mútubrot).


1. gr.

     Í stað orðanna „4 árum“ í 1. mgr. 109. gr. laganna kemur: 5 árum.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 264. gr. a laganna:
  1. Á eftir orðunum „sem stjórnar“ í 1. og 2. mgr. kemur: innlendu eða erlendu.
  2. Í stað orðanna „3 árum“ í 1. mgr. kemur: 5 árum.
  3. Í stað orðanna „3 árum“ í 2. mgr. kemur: 6 árum.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 7. júní 2018.