Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 638, 150. löggjafarþing 3. mál: tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda (tekjuskattur einstaklinga, barnabætur, persónuafsláttur).
Lög nr. 132 12. desember 2019.

Lög um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda (tekjuskattur einstaklinga, barnabætur, persónuafsláttur).


I. KAFLI
Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 66. gr. laganna:
  1. Í stað „8.400.000 kr.“ og „22,5%“ í 1. tölul. kemur: 3.962.699 kr.; og: 17%.
  2. 2. tölul. orðast svo: Af næstu 7.162.346 kr. reiknast 23,5% tekjuskattur.
  3. Í stað „8.400.000 kr.“ í 3. tölul. kemur: 11.125.045 kr.
  4. 4. tölul. orðast svo: Sé tekjuskattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 11.125.045 kr. skal það sem umfram er skattlagt með 23,5% skatthlutfalli allt að helmingi þeirrar fjárhæðar sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 11.125.045 kr., þó reiknast 23,5% skatthlutfall aldrei af hærri fjárhæð en 3.581.173 kr. við þessar aðstæður.
  5. Orðin „og 5. mgr.“ í 6. tölul. falla brott.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. A-liðar 68. gr. laganna:
  1. Í stað „7.200.000 kr.“ og „3.600.000 kr.“ í 1. tölul. kemur: 7.800.000 kr.; og: 3.900.000 kr.
  2. Í stað „7.200.000 kr.“ og „3.600.000 kr.“ í lokamálslið kemur: 7.800.000 kr.; og: 3.900.000 kr.


3. gr.

     Í stað orðanna „ársins 2019“ og „ársins 2018“ í ákvæði til bráðabirgða LIX í lögunum kemur: áranna 2019, 2020 og 2021; og: áranna 2018, 2019 og 2020.

4. gr.

     Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     
     a. (I.)
     Þrátt fyrir ákvæði 1.–4. tölul. 1. mgr. 66. gr. skal tekjuskattur reiknast með eftirfarandi hætti við staðgreiðslu á árinu 2020 og álagningu tekjuskatts á árinu 2021 vegna tekna ársins 2020:
  1. Af tekjuskattsstofni að 3.962.699 kr. reiknast 20,6% tekjuskattur.
  2. Af næstu 7.162.346 kr. reiknast 22,75% tekjuskattur.
  3. Af því sem er umfram 11.125.045 kr. reiknast 31,8% tekjuskattur.
  4. Sé tekjuskattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 11.125.045 kr. skal það sem umfram er skattlagt með 22,75% skatthlutfalli allt að helmingi þeirrar fjárhæðar sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 11.125.045 kr., þó reiknast 22,75% skatthlutfall aldrei af hærri fjárhæð en 3.581.173 kr. við þessar aðstæður.

     
     b. (II.)
     Þrátt fyrir ákvæði 2. málsl. 1. mgr. A-liðar 67. gr. skal fjárhæð persónuafsláttar manna sem um ræðir í 1. mgr. 66. gr., og fundinn er samkvæmt ákvæðinu, í upphafi staðgreiðsluáranna 2020 og 2021 og við álagningu opinberra gjalda á árunum 2021 og 2022, taka breytingu í réttu hlutfalli við margfeldi tveggja stærða:
  1. hlutfallsbreytingar vísitölu neysluverðs milli upphafs og loka næstliðins tólf mánaða tímabils og
  2. hlutfalls nýrrar grunnprósentu tekjuskatts einstaklinga, að útsvarsprósentu meðtalinni, af grunnprósentu tekjuskatts einstaklinga árið áður, að útsvarsprósentu meðtalinni.


II. KAFLI
Breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, með síðari breytingum.

5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 9. gr. laganna:
  1. Í stað „0–700.000 kr.“ og „22,5%“ í a-lið kemur: 0–330.225 kr.; og: 17%.
  2. B-liður orðast svo: á tekjur á bilinu 330.226–927.087 kr. á mánuði 23,5% að viðbættu útsvari.
  3. Í stað „700.000 kr.“ í c-lið kemur: 927.087 kr.


6. gr.

     Í stað „8.400.000 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 18. gr. laganna kemur: 11.125.045 kr.

7. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði a–c-liðar 1. mgr. 9. gr. skal innheimtuhlutfall vera með eftirfarandi hætti í staðgreiðslu 2020 á tekjur á mánuði hjá þeim launamönnum sem eru skattskyldir skv. 1. gr. og 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um tekjuskatt:
  1. á tekjur á bilinu 0–330.225 kr. á mánuði 20,6% að viðbættu útsvari,
  2. á tekjur á bilinu 330.226–927.087 kr. á mánuði 22,75% að viðbættu útsvari,
  3. á tekjur yfir 927.087 kr. á mánuði 31,8% að viðbættu útsvari.


8. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020.
     Þrátt fyrir 1. mgr. öðlast ákvæði 2. gr. þegar gildi og kemur til framkvæmda við ákvörðun barnabóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2020.

Samþykkt á Alþingi 4. desember 2019.