Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 864, 151. löggjafarþing 132. mál: almenn hegningarlög (umsáturseinelti).
Lög nr. 5 10. febrúar 2021.

Lög um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (umsáturseinelti).


1. gr.

     Á eftir 232. gr. laganna kemur ný grein, 232. gr. a, svohljóðandi:
     Hver sem endurtekið hótar, eltir, fylgist með, setur sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 4. febrúar 2021.