Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1026, 151. löggjafarþing 457. mál: sjúklingatrygging (tryggingavernd í klínískum lyfjarannsóknum).
Lög nr. 15 18. mars 2021.

Lög um breytingu á lögum um sjúklingatryggingu, nr. 111/2000 (tryggingavernd í klínískum lyfjarannsóknum).


1. gr.

     Við 3. mgr. 3. gr. laganna bætist: nema þegar um er að ræða klínískar lyfjarannsóknir á mönnum, án bakhjarls, samkvæmt staðfestingu viðkomandi heilbrigðisstofnunar.

2. gr.

     Á eftir orðinu „sjúkdómsmeðferð“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: nema þegar um er að ræða klínískar lyfjarannsóknir á mönnum, án bakhjarls, samkvæmt staðfestingu viðkomandi heilbrigðisstofnunar.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 12. mars 2021.