Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 823, 153. löggjafarþing 435. mál: félagsleg aðstoð (greiðslutímabil endurhæfingarlífeyris).
Lög nr. 124 22. desember 2022.

Lög um breytingu á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007 (greiðslutímabil endurhæfingarlífeyris).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „18 mánuði“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 36 mánuði.
  2. 2. mgr. orðast svo:
  3.      Heimilt er að framlengja greiðslutímabil skv. 1. mgr. um allt að 24 mánuði enda sé starfsendurhæfing með það að markmiði að auka atvinnuþátttöku enn talin raunhæf að mati framkvæmdaraðila, sbr. 1. mgr.


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2023.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 2022.