Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. október 2007.  Útgáfa 134.


Lög um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda

1905 nr. 14 20. október


Tóku gildi 23. febrúar 1906. Breytt með l. 95/1943 (tóku gildi 31. des. 1943), l. 20/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992), l. 90/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992) og l. 91/1991 (tóku gildi 1. júlí 1992).


1. gr. Skuld eða önnur krafa, sem ekki hefir verið viðurkennd eða lögsókn heimt innan þeirra tímatakmarka, er ákveðin eru í lögum þessum, fellur úr gildi fyrir fyrning.
Nú á kröfuhafi skuld að lúka skuldunaut sínum, og missir hann þá eigi, þótt fyrningarfrestur líði, rétt til að telja kröfuna til skuldajafnaðar, enda sé hún af sömu rót runnin og skuld hans, eða samið hafi verið fyrirfram um skuldajöfnuð eða slíkt áskilið, áður en fyrningarfrest þraut.
Haldsréttur og veðréttur ónýtist ekki, þótt skuldin fyrnist, nema sjálfsvörsluveðréttur í lausafé; hann fellur úr gildi um leið og krafan fyrnist, nema að því er snertir lausafé, sem er löglegt fylgifé með veðsettri fasteign, sbr. 5. og 6. gr. í lögum um veð 4. nóvember 1887. 1)
Enn fremur fellur úr gildi sjálfsvörsluveðréttur fyrir vöxtum og öðrum kröfum, er ræðir um í 2. tölul. 3. gr., þegar krafan fyrnist.
Þau réttindi fyrnast ekki, er hvíla á fasteign sem ævarandi afgjaldskvöð, og eigi heldur kröfur til endurgjalds þegnum sveitarstyrk.
    1)l. 75/1997.
2. gr. Þessar kröfur fyrnast á 20 árum:
    1. Krafa á hendur landssjóði, banka eða sparisjóði um endurgjald á fé, er lagt hefir verið í sjóðinn til ávöxtunar eða geymslu.
   Banki telst hver sá, sem samkvæmt tilkynningu til verslunarskránna rekur bankaatvinnu.
    2. Krafa um lífeyri og aðrar slíkar kröfur, sem eru fólgnar í rétti til þess með vissu millibili að krefjast fjárframlags, er ekki getur talist afborgun af skuld.
3. gr. Þessar kröfur fyrnast á 4 árum:
    1. Kröfur út af sölu eða afhendingu á vörum eða lausafé, sem ekki er afhent sem fylgifé með fasteign, þó svo, að haldi skuldunautur áfram föstum viðskiptum við kaupmann, verksmið eða þvílíkan atvinnureka, og fái árlega viðskiptareikning, fyrnist ekki skuld, er hann kann í að vera við nýár hvert, hvort sem hún stafar frá viðskiptum síðasta árs eða ekki, meðan viðskiptum er haldið áfram óslitið, leigu á fasteign eða lausafé, veru, viðgerning eða aðhlynningu, flutning á mönnum eða munum, vinnu, og hvers konar starfa, sem í té er látinn; þó fyrnist ekki krafa hjús um kaupgjald, meðan það er samfellt áfram í sömu vist.
    2. Kröfur um gjaldkræfa vexti, húsaleigu, landskuld, leigur, gjaldkræf laun eða eftirlaun, lífeyri, forlagseyri, meðgjöf eða aðra greiðslu, er greiðast á með vissu millibili og ekki er afborgun af skuld.
    3. Kröfur, er lögtaksrétt hafa.
    4. Kröfur samkvæmt ábyrgðarskuldbindingum, að undanskilinni ábyrgð á fjárskilum opinberra gjaldheimtumanna eða gjaldkera við opinberar stofnanir eða stofnanir einstakra manna. Enn fremur endurgjaldskrafa sú, er ábyrgðarmaður eða samskuldari hefir á hendur aðalskuldunaut, meðábyrgðarmanni eða samskuldara, út af greiðslu skuldar; endurgjaldskrafan er þó jafnan dómtæk eins lengi og innleysta krafan mundi verið hafa.
    5. Krafa um endurgjald á því, er maður hefir greitt í rangri ímyndun um skuldbinding, eða í von um endurgjald er brugðist hefir, þó svo að móttakandi hafi ekki gert sig sekan í sviksamlegu atferli.
4. gr. Á 10 árum fyrnast:
    1. Kröfur samkvæmt skuldabréfi, dómi eða opinberri sátt, er ekki falla undir ákvæði 2. gr. Að því er snertir kröfur þær, er um ræðir í 2.–4. tölul. 3. gr., gildir 10 ára fyrning þó því aðeins, að skuldabréf sé út gefið, dómur genginn eða sátt gerð, eftir að krafan féll í gjalddaga, eða var orðin sjálfstæð skuldakrafa á annan veg, eða rentumiði hafi verið útgefinn fyrir vöxtum eða annarri sams konar kröfu.
    2. Allar aðrar kröfur, sem ekki er settur annar fyrningarfrestur fyrir í 2. og 3. gr.
5. gr. Fyrningarfrestur telst frá þeim degi, er krafa varð gjaldkræf. Gjalddagi á verslunarskuldum telst 31. desember ár hvert fyrir þá skuld, sem stofnuð er á árinu, nema samið sé um annan gjalddaga. Fyrningarfrestur á dómkröfum telst frá dómsuppsögn án tillits til fjárnámsfrests.
Nú fer gjalddagi skuldar eða annarrar kröfu eftir undanfarandi uppsögn af hálfu kröfueiganda, og telst þá fyrningarfresturinn frá þeim degi, er skuldin í fyrsta lagi gat orðið gjaldkræf eftir uppsögn. Að því er snertir ábyrgð á kröfu, sem fyrnist á 10 eða 20 árum, telst þó 4 ára fyrningartíminn samkvæmt 4. tölul. 3. gr. aðeins frá þeim degi, er krafan á hendur ábyrgðarmanni varð gjaldkræf í raun og veru, jafnvel þótt ábyrgðarkrafan hefði getað fallið fyrr í gjalddaga fyrir uppsögn á aðalkröfunni. En jafnframt fyrnist ábyrgðarkrafan á 10 eða 20 árum frá þeim degi, er hún í fyrsta lagi hefði getað orðið gjaldkræf vegna uppsagnar á aðalkröfunni.
Við útreikning á fyrningarfresti á ábyrgðarkröfu skal ekkert tillit taka til þess, þó ekki sé hægt að krefja ábyrgðarmanninn um greiðslu fyrr en reynst hefir árangurslaust að ná skuldinni inn hjá aðalskuldunaut, eða fyrr en eftir undangengna aðvörun.
Að því er snertir kröfur þær, er ræðir um í 2. tölul. 2. gr., telst fresturinn frá þeim degi, er hin fyrsta greiðsla féll í gjalddaga. Sama gildir um fyrningarfrest á ábyrgð á kröfum þessum.
6. gr. Nú viðurkennir skuldunautur skuld sína við kröfueiganda annaðhvort með berum orðum eða á annan hátt, — t.d. með því að lofa borgun eða greiða vexti — eftir þann tíma, er fyrningarfrest ella hefði átt að telja frá, og hefst þá nýr fyrningarfrestur frá þeim degi, er viðurkenningin átti sér stað, eða frá þeim degi, er skuldin þar á eftir varð gjaldkræf, eða hefði getað orðið gjaldkræf með uppsögn frá kröfueiganda. Hafi skuldabréf verið út gefið eða dómur gengið eða sætt verið gerð um kröfuna, þá fyrnist krafan eftir ákvæðum þeim, er sett eru í 4. gr., sbr. 5. gr.
7. gr. Ef skuldari dregur sviksamlega dul á, eða vanrækir að skýra frá atvikum, er krafan byggist á, eða valda því, að hún verður gjaldkræf, og skuldaranum bar skylda til að segja frá, þá fyrnist skuldin ekki, hvað sem öðru líður, fyrr en 4 ár eru liðin frá þeim degi, er kröfueigandinn fékk vitneskju um þessi atvik, eða eitt ár er liðið frá dánardegi skuldunauts.
8. gr. Kröfur:
    1. sem hjón hafa hvort á annað,
    2. sem ómyndugir hafa á hendur fjárhaldsmanni eða yfirfjárráðanda,
    3. sem opinberar stofnanir, hlutafélög eða aðrir ópersónulegir kröfueigendur eiga á hendur forstjóra, fyrnast ekki fyrr en fjögur ár eru liðin frá því, að hjónabandinu var slitið, fjárhaldið hætti, eða forstjórinn vék úr stöðu sinni.
9. gr. Nú deyr skuldari eða kröfueigandi, eða kröfueigandi er sviptur fjárforræði, eða bú hans tekið til gjaldþrotaskipta, og fullt ár er ekki eftir af fyrningartímanum, og lengist þá fresturinn um eitt ár frá áminnstum atburði að telja.
10. gr. Nú er innköllun til skuldheimtumanna, til að koma fram með kröfur sínar innan ákveðins tíma, útgefin af skuldara eða af búi hans, áður en fyrningarfresturinn er á enda, og fyrnist þá krafan ekki fyrr en innköllunarfresturinn er liðinn.
Hafi krafan verið tilkynnt í tæka tíð, og ekki er að ræða um opinber skipti eða gjaldþrotaskipti, sbr. 13. gr., þá fyrnist krafan alls eigi, fyrr en eitt ár er liðið frá því innköllunarfresturinn var á enda.
11. gr. Málssókn telst byrjuð áður en fyrningarfrestur er liðinn, ef … 1) stefna er birt innan nefnds tíma. Þó má stefnufresturinn ekki vera lengri en nauðsyn krefur, ef … 1) stefnan á að takast fyrir eftir að fyrningarfresturinn er liðinn. Því aðeins skal álíta málssókn byrjaða, áður en málinu er stefnt til dóms, að stefnan sé birt svo fljótt sem unnt er … 1) og stefnufrestur ekki ónauðsynlega langur eins og fyrr segir. Þá er opinber stefna er viðhöfð, telst málshöfðun byrjuð þann dag, er stefnan er birt í fyrsta sinni í blaði því, er flytur stjórnarvalda auglýsingar. Þegar gagnkrafa er gerð til skuldajafnaðar, án þess að gagnsóknarmál sé höfðað, telst sóknin byrjuð, þegar gagnkrafan er gerð fyrir dóminum. Nú er máli vísað frá dómi eða … 1) það fellur niður af öðrum ástæðum, án þess dómur gangi um kröfuna, og hefir þá kröfueigandi rétt til, þótt fyrningarfresturinn sé liðinn, að höfða nýtt mál gegn varnaraðilja í hinu fyrra máli, eða þeim, er komið hefir í hans stað, innan 6 mánaða frá því málinu var frávísað, eða það var … 1) á annan hátt niðurfellt. Hið sama gildir, ef hinu síðara máli, eða síðari málum verður frávísað, eða þau á annan hátt niðurfalla án efnisdóms.
Nú er máli heimvísað til nýrrar meðferðar við lægri dómstól, og hefir þó kröfueigandi heimild til, þótt fyrningarfresturinn sé liðinn, að fá málið tekið fyrir á ný innan 6 mánaða.
    1)L. 91/1991, 160. gr.
12. gr.1)
    1)L. 90/1991, 90. gr.
13. gr. Þá er bú skuldunauts hefir verið tekið til gjaldþrotaskipta, eða opinberrar skiptameðferðar … 1) kemur krafa í búið í stað lögsóknar. … 1)
    1)L. 20/1991, 135. gr.
14. gr. Nú vill sá, er mál hefir höfðað, gera kröfu á hendur öðrum manni, til greiðslu að öllu leyti eða að nokkru leyti á því, er hann kynni ekki að fá sér tildæmt eða ná inn hjá þeim, er hann hefir höfðað málið á móti, og er þá það nægilegt til þess að halda kröfunni í gildi, að kröfueigandinn hafi áður en fyrningarfresturinn var á enda, gert hlutaðeiganda, eftir reglum þeim, er gilda um birtingu á stefnum, aðvart um málssóknina, enda skal hann þá sækja rétt sinn að lögum innan 6 mánaða, eftir að hinni fyrri málssókn var lokið.
Samsvarandi ákvæði gilda, ef sá, sem stefnt er, vill koma fram kröfu á hendur öðrum manni um fullnustu fyrir það, er hann kann að þurfa að greiða.
15. gr. Ef ekki er auðið að svo stöddu að sækja við dómstóla á Íslandi mál út af kröfu, sem fyrnist samkvæmt íslenskum lögum, þá getur kröfueigandi, með því að tilkynna landsyfirdómnum kröfu sína, áður en fyrningartíminn er liðinn, haldið rétti sínum óskertum, til að sækja rétt sinn að lögum, annaðhvort innan árs eftir að skilyrði voru fengin fyrir því, að innheimta mætti skuldina við íslenskan dómstól, eða innan 10 ára frá því tilkynningin var gerð.
Þessi tilkynning á að vera skrifleg, og skal innfæra hana í bók.
Stjórnarráðið setur ítarlegri reglur 1) um, hvernig haga skuli tilkynningum þessum og um gjald fyrir innfærsluna; gjaldið rennur til dómsmálaritara.
    1)Rg. 142/1910.
16. gr. Þótt krafan sé fyrnd samkvæmt framannefndum ákvæðum, skal það þó ekki vera því til fyrirstöðu, að sakamaður, sem dæmdur er fyrir glæp, sé jafnframt dæmdur til að greiða skaðabætur til þess, er skaða hefir beðið við glæpinn. Séu skaðabæturnar ekki ákveðnar í sakamáladóminum, getur sá, er misgert var við, höfðað sjálfstætt mál gegn hinum sakfellda innan 6 mánaða frá dómsuppsögn.
17. gr. Þegar arðberandi skuld fyrnist, falla jafnframt úr gildi allir áfallnir vextir af skuldinni.
Samsvarandi ákvæði gildir einnig um kröfur, sem eru fólgnar í rétti til að krefjast fjárframlags með vissu millibili, og ekki getur talist afborgun af höfuðstóli.
18. gr. Krafa samkvæmt peningaseðli eða bankaseðli fyrnist ekki.
19. gr. Samningur um lengri fyrningarfrest en framan er ákveðinn er löglegur að því er snertir:
    1. Skuldabréf, er ganga eiga kaupum og sölum manna á milli og út eru gefin í mörgum samhljóða eintökum.
    2. Vaxtamiða, sem út eru gefnir fyrir vöxtum af ofannefndum skuldabréfum eða fyrir arði af hlutabréfum.
    3. Skírteini, sem út eru gefin af lífsábyrgðar- eða framfærslustofnunum.
    4. Kröfur þær, er ræðir um í 1. tölul. 2. gr.
20. gr.1)
    1)L. 91/1991, 160. gr.
21. gr.