Eldri útgáfa lagasafns

Lagasafn.  Íslensk lög 1. september 2018.  Útgáfa 148c.  Prenta í tveimur dálkum.


Lög um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað

1995 nr. 88 28. júní


Ferill málsins á Alþingi.    Frumvarp til laga.

Tóku gildi 1. júlí 1995. Breytt með l. 119/1995 (tóku gildi 22. nóv. 1995), l. 104/1996 (tóku gildi 27. júní 1996), l. 138/2003 (tóku gildi 30. des. 2003), l. 141/2003 (tóku gildi 30. des. 2003), l. 129/2004 (tóku gildi 31. des. 2005), l. 47/2006 (tóku gildi 1. júlí 2006), l. 8/2008 (tóku gildi 14. mars 2008), l. 84/2011 (tóku gildi 30. júní 2011 nema 1. gr. og c-liður 14. gr. sem tók gildi 1. sept. 2012) og l. 85/2012 (tóku gildi 11. sept. 2012 nema 2. málsl. b-liðar 12. gr. sem tók gildi 1. sept. 2013).


I. kafli. Þingfararkaup.
1. gr.
Greiða skal alþingismanni mánaðarlega þingfararkaup úr ríkissjóði. Þingfararkaup greiðist frá fyrsta degi eftir kjördag og til síðasta dags þess mánaðar er kjörtímabili eða þingsetu lýkur. Kaupið greiðist fyrsta hvers mánaðar fyrir fram.
2. gr.
Forseti Alþingis nýtur sömu launa- og starfskjara og ráðherrar.
3. gr.
[Varaforsetar Alþingis fá greitt 15% álag á þingfararkaup.
Þeir alþingismenn, sem eru formenn stjórnmálaflokka, sem hlotið hafa a.m.k. þrjá þingmenn kjörna, og eru ekki jafnframt ráðherrar, fá greitt 50% álag á þingfararkaup. Formenn þingnefnda, sbr. 13. gr. þingskapa, og formenn þingflokka fá greitt 15% álag á þingfararkaup. [Fyrsti varaformaður fastanefndar fær 10% álag á þingfararkaup og annar varaformaður 5% álag. Enn fremur er heimilt að greiða formanni sérnefndar, svo og varaformönnum, sambærilegt álag eða hluta þess ef sérstök ástæða er til.] 1) Enginn getur fengið nema eina álagsgreiðslu samkvæmt þessari málsgrein.] 2)
    1)L. 84/2011, 42. gr. 2)L. 141/2003, 23. gr.
4. gr.
Alþingismaður á rétt á leyfi frá opinberu starfi, sem hann gegnir, í allt að fimm ár. Afsali hann sér starfinu eftir fimm ára leyfi á hann að öðru jöfnu forgang í allt að fimm ár frá þeim tíma að sambærilegri stöðu hjá hinu opinbera.
Nú gegnir alþingismaður starfi hjá ríki eða ríkisstofnun með þingmennsku og skal hann þá njóta launa fyrir það starf samkvæmt mati viðkomandi ráðuneytis, þó aldrei hærri en 50%.
5. gr.
[Ráðherra á rétt til greiðslna samkvæmt lögum þessum nema skv. 7. gr. og 1. mgr. 9. gr.
Ráðherra á rétt á biðlaunum úr ríkissjóði er hann lætur af embætti. Biðlaun jafnhá ráðherralaunum eru þá greidd í þrjá mánuði. Eftir ráðherrastörf í samfellt eitt ár eða lengur eru greidd biðlaun í sex mánuði. Ákvæði 2. mgr. [14. gr.] 1) gilda um biðlaunagreiðslur samkvæmt þessari grein.] 2)
    1)L. 8/2008, 1. gr. 2)L. 141/2003, 23. gr.

II. kafli. Þingfararkostnaður.
Húsnæðis- og dvalarkostnaður.
6. gr.
Greiða skal alþingismanni fyrir kjördæmi utan [Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis] 1) mánaðarlega húsnæðis- og dvalarkostnað til þess að hafa dvalarstað í Reykjavík eða grennd, eigi hann heimili utan [Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis], 1) eða til þess að hafa starfs- eða dvalaraðstöðu í kjördæmi sínu eigi hann heimili utan kjördæmisins.
Alþingismaður, sem á heimili utan [Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis] 1) en fer að jafnaði milli heimilis og Reykjavíkur um þingtímann, á rétt á að fá endurgreiddan ferðakostnað, auk þriðjungs af greiðslu skv. 1. mgr. mánaðarlega.
Haldi alþingismaður, sem á aðalheimili utan [Reykjavíkurkjördæma suður og norður og Suðvesturkjördæmis], 1) [annað heimili í Reykjavíkurkjördæmi suður eða norður eða Suðvesturkjördæmi] 1) er heimilt, meðan svo stendur, að greiða honum álag, allt að 40%, á fjárhæð skv. 1. mgr.
    1)L. 138/2003, 1. gr.
Ferðakostnaður.
7. gr.
Alþingismaður fær mánaðarlega fjárhæð til greiðslu kostnaðar við ferðalög innan kjördæmis hans. Enn fremur skal endurgreiða alþingismanni ferðakostnað milli heimilis eða starfsstöðvar og Reykjavíkur.
Endurgreiða skal alþingismanni kostnað við aðrar ferðir er hann þarf að fara innan lands í tengslum við störf sín, svo og gisti- og dvalarkostnað í þeim ferðum. Heimilt er að ákveða að kostnaður við ferðir umfram tiltekna vegalengd frá heimili eða starfsstöð innan kjördæmis verði endurgreiddur þrátt fyrir ákvæði 1. mgr.
8. gr.
Alþingi greiðir kostnað við ferðir sem alþingismaður fer á vegum þingsins til útlanda.
Almennur starfskostnaður.
9. gr.
Alþingi leggur alþingismanni til almenna skrifstofuaðstöðu og nauðsynlegan búnað og greiðir kostnað af því. Endurgreiða skal alþingismanni símakostnað.
Endurgreiða skal alþingismönnum annan starfskostnað samkvæmt reglum sem forsætisnefnd setur. Heimilt er að greiða starfskostnað samkvæmt þessari málsgrein sem fasta fjárhæð í stað endurgreiðslu samkvæmt reikningum.

III. kafli. Önnur starfskjör.
[Aðstoðarmenn alþingismanna.]1)
    1)L. 8/2008, 2. gr.
[10. gr.
Alþingismanni er heimilt að ráða sér aðstoðarmann og skulu greiðslur til hans fara eftir nánari reglum sem forsætisnefnd Alþingis setur og veitt er fé til á fjárlögum hvers árs. Í reglum forsætisnefndar má kveða á um að heimildin sé bundin tilteknum kjördæmum eða tiltekinni stöðu sem alþingismaðurinn hefur í flokki sínum.
Laun aðstoðarmanns skulu fylgja þingfararkaupi hverju sinni og vera tilgreint hlutfall þess. Forsætisnefnd Alþingis setur reglur um starfskjör og starfsaðstöðu aðstoðarmanna.
Lög nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og reglur settar samkvæmt þeim gilda ekki um aðstoðarmenn alþingismanna, en þó skal hafa hliðsjón af 6. gr. laganna. Þá gilda ákvæði 5. gr. laga nr. 139/2003, um tímabundna ráðningu starfsmanna, ekki um aðstoðarmenn alþingismanna.] 1)
    1)L. 8/2008, 2. gr.
Forföll alþingismanna og greiðslur til varaþingmanna.
[11. gr.]1)
Nú þarf alþingismaður að vera fjarverandi vegna starfa á vegum ríkisstjórnar, sem fulltrúi Alþingis eða í öðrum opinberum erindum, í a.m.k. fimm [þingdaga samkvæmt starfsáætlun] 2) eða lengur, og varamaður tekur sæti hans á Alþingi á meðan, [sbr. 2. mgr. 65. gr.] 2) þingskapalaga, og skal hann þá eigi að síður halda þingfararkaupi og öðrum föstum greiðslum meðan forföll vara. Forsætisnefnd getur sett nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis og er þá heimilt að víkja frá ákvæðum þessarar málsgreinar um lágmarkstíma fjarveru ef sérstaklega stendur á og fyrir liggur beiðni þingflokks þar að lútandi. [Jafnframt er heimilt að greiða þingmanni, sem víkur af þingi um sinn en uppfyllir ekki skilyrði um lágmarksfjarveru skv. 1. málsl., þingfararkaup og aðrar fastar greiðslur fyrir þá daga sem hann kann að vera í opinberum erindum þann tíma sem fjarvera hans varir og varamaður hans á sæti á þinginu.] 2)
Hverfi þingmaður af þingi um sinn vegna slyss eða veikinda fær hann þingfararkaup og aðrar fastar greiðslur samkvæmt lögum þessum eigi að síður allt að einu ári. [Sama gildir um nauðsynlega umönnun í alvarlegum veikindum eða eftir slys barns eða náins aðstandanda, samkvæmt nánari reglum sem forsætisnefnd setur.] 2)
Nú er þingmaður forfallaður af öðrum ástæðum en getur í 1. og 2. mgr. og varamaður tekur sæti hans á þingi, og missir hann þá þingfararkaups og annarra kjara þann tíma sem hann er fjarverandi.
    1)L. 8/2008, 2. gr. 2)L. 85/2012, 29. gr.
[12. gr.]1)
Varaþingmaður fær greitt þingfararkaup skv. 1. gr. meðan hann situr á Alþingi og endurgreiddan þingfararkostnað samkvæmt lögum þessum eftir nánari reglum sem forsætisnefnd setur.
[Varaþingmaður, sem fær leyfi frá starfi sínu meðan hann á sæti á Alþingi og fær greitt þingfararkaup, á rétt á greiðslu sem svarar ávinnslu orlofslauna í því starfi sem hann annars gegnir.] 2)
    1)L. 8/2008, 2. gr. 2)L. 85/2012, 29. gr.
Fæðingarorlof og tryggingar.
[13. gr.]1)
[Alþingismaður á rétt á fæðingar- og foreldraorlofi og fer um lengd þess og greiðslur meðan það varir samkvæmt lögum nr. 95/2000. Þeir alþingismenn sem halda tvö heimili og fá álag á húsnæðis- og dvalarkostnað, sbr. 3. mgr. 6. gr., halda þó greiðslum skv. 1. mgr. 6. gr.
Alþingismaður nýtur slysa- og ferðatrygginga.
Forsætisnefnd getur sett nánari reglur um framkvæmd og greiðslur samkvæmt þessari grein.] 2)
    1)L. 8/2008, 2. gr. 2)L. 138/2003, 2. gr.
[Aðrar greiðslur.]1)
    1)L. 85/2012, 29. gr.
[13. gr. a.
Í reglum forsætisnefndar um þingfararkostnað má kveða á um að ákvarðanir kjararáðs um almenn starfskjör þeirra sem undir ráðið falla skuli einnig gilda um alþingismenn eftir því sem við getur átt.] 1)
    1)L. 85/2012, 29. gr.
Biðlaun.
[14. gr.]1)
Alþingismaður á rétt á biðlaunum er hann lætur af þingmennsku. Biðlaun jafnhá þingfararkaupi skv. 1. gr. skal þá greiða í þrjá mánuði. Eftir þingsetu í tvö kjörtímabil eða lengur skal þó greiða biðlaun í sex mánuði.
[Nú tekur alþingismaður, er nýtur biðlauna skv. 1. mgr., við starfi í þjónustu ríkisins eða annars aðila áður en þriggja eða sex mánaða tímabilið er liðið og skulu þá launagreiðslur samkvæmt þessari grein falla niður ef laun þau er nýja starfinu fylgja eru jöfn eða hærri en biðlaunagreiðslur til hans. Ef launin í nýja starfinu eru lægri skal greiða honum launamismuninn til loka þriggja eða sex mánaða tímabilsins.] 2)
    1)L. 8/2008, 2. gr. 2)L. 104/1996, 1. gr.

IV. kafli. Ákvörðun þingfararkaups og þingfararkostnaðar.
[15. gr.]1)
[Kjararáð ákveður þingfararkaup skv. 1. gr., sbr. lög um kjararáð.] 2)
[Forsætisnefnd Alþingis ákveður aðrar greiðslur samkvæmt lögum þessum og setur nánari reglur um þær.] 3)
    1)L. 8/2008, 2. gr. 2)L. 47/2006, 13. gr. 3)L. 8/2008, 3. gr.
[16. gr.]1)
Skrifstofa Alþingis úrskurðar um reikninga þá sem alþingismanni skulu endurgreiddir samkvæmt lögum þessum. Vilji alþingismaður ekki una úrskurði skrifstofunnar getur hann skotið honum til forsætisnefndar sem fellir endanlegan úrskurð.
Ef vafi leikur á um rétt alþingismanns samkvæmt lögum þessum sker forsætisnefnd úr.
    1)L. 8/2008, 2. gr.
[17. gr.]1)
[Greiðsla þingfararkostnaðar skv. 6. og 7. gr. er framtalsskyld, sbr. [ lög nr. 90/2003, um tekjuskatt], 2) en ekki skattskyld. Um greiðslur skv. 8. gr. fer eftir þeim reglum sem ríkisskattstjóri setur.] 3)
    1)L. 8/2008, 2. gr. 2)L. 129/2004, 114. gr. 3)L. 119/1995, 1. gr.

V. kafli. Gildistaka.
[18. gr.]1)
Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1995.
    1)L. 8/2008, 2. gr.
[Ákvæði til bráðabirgða.
Réttur þeirra sem eru í fæðingarorlofi við gildistöku laganna fer eftir eldri ákvæðum, svo og réttur þeirra sem hafa öðlast rétt til fæðingarorlofs en ekki hafið töku þess.] 1)
    1)L. 138/2003, brbákv.