Formennskuáætlun 2020

Nordurlandafanar_23032019Norðurlöndin skiptast á að gegna formennsku í Norðurlandaráði. Árið 2020 er komið að Íslandi.

Í formennskuáætlun Íslands er lögð áhersla á að

  • standa vörð um lýðræðið með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum sem grafa undan því,
  • standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika sem ógnað er af loftslagsbreytingum, mengun og fleiri þáttum sem rekja má til starfsemi manna,
  • treysta böndin milli Norðurlandabúa með því að efla tungumálakunnáttu innan Norðurlanda til að stuðla að því að þeir geti í sameiningu tekist á við þessi stóru verkefni.