Forsætisnefnd 14. apríl 2020

  1. Þinghaldið framundan.
    Eftirfarandi samþykkt samhljóða:
    „Forsætisnefnd vísar til ákvörðunar sinnar frá 19. mars sl. um að starfsáætlun Alþingis sé tekin úr sambandi. Yfirstandandi aðgerðir sóttvarnayfirvalda hafa nú verið framlengdar til 4. maí næstkomandi og er því brottfall starfsáætlunar framlengt til þess tíma. Fyrirhugað er að endurskoðuð starfsáætlun fyrir 150. lög-gjafarþing taki við frá þeim tíma þegar nýjar reglur sóttvarnayfirvalda hafa litið dagsins ljós. Á tímanum fram til 4. maí munu mál sem tengjast viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum verða áfram í forgangi. Gert er ráð fyrir að þingfundadagar verði að hámarki tveir í viku þennan tíma, viðvera þingmanna og starfsfólks lágmörkuð í samræmi við samkomubann og tveggja metra nálægðarregluna. Allir nefndarfundir á þessum tíma fara fram í gegnum fjarfundabúnað og ekki verði að jafnaði fleiri en tveir fundir í gangi á sama tíma. Nefndasvið mun sjá um skiptingu fundatíma milli nefnda í samræmi við óskir þeirra um fundatíma eftir því sem aðstæður leyfa. Mál tengd faraldrinum njóti forgangs. Þá munu Leiðbeiningar um fundahöld og notkun fjarfundabúnaðar á fundum fastanefnda til páskahlés þings, sem sendar voru formönnum fastanefnda o.fl. 20. mars sl., gilda til 4. maí nk.“
  2. Önnur mál (valdmörk forseta gagnvart fastanefndum).
    Rætt að ósk HHG.