Forsætisnefnd 29. apríl 2020

 

  1. Þinghaldið.
    Rætt.
  2. Starfsáætlun 150. þings (maí-júní 2020).
    Starfsáætlun Alþingis til loka vorþings var einróma samþykkt og ákveðið að hún kæmi til endurskoðunar fyrri hluta júnímánaðar. 
  3. Fyrirkomulag þingfunda og fundarstaður til loka vorþings (maí/júní).
    Ákveðið að skoða nánar möguleika á því að stækka þingfundarýmið með því að gera hliðarsali að hluta þingsalar þannig að hægt sé að hafa þingfundi að öllum þingmönnum viðstöddum,. Jafnframt var skrifstofunni falið að kanna möguleika á notast við þráðlaust atkvæðagreiðslukerfi það sem eftir væri vorþings.
  4. Alþjóðastarf Alþingis.
    Samþykkt að í ljósi þeirra aðstæðna sem skapast hafa vegna kórónuveirufaraldursins og með hliðsjón af ákvörðun þjóðþinga í nágrannalöndum verði ákvörðun forsætisnefndar frá 17. mars sl. um alþjóðastarf Alþingis framlengd. Í því felst að vinnutengdar ferðir þingmanna og starfsmanna skrifstofunnar til útlanda falla niður og að jafnframt falla niður móttökur, fundir og ráðstefnur hérlendis með þátttöku erlendra gesta. Samþykktin gildir til loka þingfunda á yfirstandandi vorþingi.