48. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, þriðjudaginn 12. júní 2018 kl. 21:15


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 21:15
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 21:15
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 21:15
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 21:15
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 21:15
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 21:15
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 21:15
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 21:15
Smári McCarthy (SMc), kl. 21:15
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 21:15

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 485. mál - Ferðamálastofa Kl. 21:15
Rætt var um málið og ákveðið að afgreiða það til þriðju umræðu með breytingartillögum sem fela í sér lagfæringar á ákvæðum þess. Allir mættir nefndarmenn rita undir nefndarálit og breytingartillögu: LRM, IS, HSK, AFE, ÓBK, KÓP, NF, SPJ, SMc.

2) 581. mál - tollalög Kl. 21:40
Rætt var að nýju um málið eftir 2. umræðu í þingsal. Málið var afgreitt frá nefndinni með nefndaráliti og breytingartillögu meiri hlutans og undir það rita: LRM, NF, HSK, ÓBK, KÓP.

AFE óskaði að bókað yrði að trúnaðarbrestur hefði orðið í störfum nefndarinnar þar sem aðilar utan þings hefðu vitnað orðrétt í ummæli hennar á fundum nefndarinnar. Óskaði hún eftir að formaður tæki málið upp við forseta þingsins.

ÞKG óskaði eftir að bókað yrði að hún teldi að afgreiða bæri frumvarpið óbreytt, þ.e. eins og ráðherra lagði það fram, og standa við það samkomulag um þinglok sem gert hafi verið. SMc tók undir þetta.

NF óskaði eftir bókun um að leitað yrði eftir því við upplýsingaþjónustu þingsins að teknar verði saman upplýsingar um feril málsins í stjórnsýslunni frá því að afgreidd voru þingmál um búvörusamninga og samning Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur og til dagsins í dag.

3) Önnur mál Kl. 22:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 22:15