49. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 9. mars 2021 kl. 13:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 13:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 13:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 13:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 13:00

Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 16:00.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) 321. mál - Tækniþróunarsjóður Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið, frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun.

3) 322. mál - opinber stuðningur við nýsköpun Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið, frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð.

4) Áhrif Covid-19 á atvinnulífið Kl. 14:22
Nefndin fékk á sinn fund Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Skarphéðin Berg Steinarsson frá Ferðamálstofu og Pétur Þ. Óskarsson, Daða Guðjónsson og Sigríði Dögg Guðmundsdóttur frá Íslandsstofu.

Þá fékk nefndin á sinn fund Hörð Arnarson og Tinnu Traustadóttur frá Landsvirkjun, Bjarna Bjarnason frá Orkuveitu Reykjavíkur, Guðlaugu Sigurðardóttur frá Landsneti og Pétur Blöndal og Pál Ólafsson frá Samáli.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 16:16
Hlé var gert á fundi kl. 14:10 - 14:22.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:16